25.11.2007 | 02:56
KIM VESEN
Kim Larsen kom, sá og sigraði í kvöld. Yndislega vel heppnaðir tónleikar með tilheyrandi stemmningu. Minningin lifir og hafi tónleikahaldarinn ævinlega þökk fyrir frumkvæðið. Svo kom vesenið. Framhaldið á NASA var vont, fann hvorki Hjálmana né samferðarfólkið, lenti í slæmum félagsskap og boðinn vasahnífur til kaups. Dauðskelkaður bakkaði ég út og sá neonskilti blikka: Skipperinn, Skipperinn. Ráfaði nokkra stund í einsemd uns ég sá hafið og óx ásmegin. Kenndi loks forna vin, Bæjarins Beztu og hitti þar afvegaleiddan úthverfisbangsa, Hinrik Ólafsson. Saman átum við og drukkum, löbbuðum upp Elliðardalinn, ræddum heimsmálin og drápumst. Á morgun er svo Silfrið, þá verður upplit.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.