26.11.2007 | 03:15
SILFUR EGILS
Fór í morgun á fund Egils, hálf limbraður en léttur í sinni. Hafnaði kankvís öllum fríkkunarmeðulum, meðvituð mistök, en átti engu að síður notalega morgunstund með þessum slynga sjónvarpsmanni og viðmælendum, allt þekkt stjórnmálafólk. Talþrýstingurinn kom mér eilítið á óvart svona snemma dags og ég hugleiddi hvort hugsanlega mætti rekja almennt forskot karlmanna á vinnumarkaði til þessa málæðis þó huggulegheitin vantaði ekki. Í seinni lotunni var báðum xlitningunum skipt út og inn komu tveir uppsilon og ég neyddist til að endurskoða málæðistilgátuna. Líkast er það almenn tilhneiging stjórnmálamanna að tala fremur en hlusta. Alltént skil ég betur óþolinmæði þeirra sem starfa í stöðugri nánd við fyrirbærið. Skammir fékk ég svo einar, frá kærum æzkuvini, og voru á rökum reistar. Hartnær rúmliggjandi í stólnum og höfðinu lægri en Grétar Mar er klár frábending og pólitísk sjálfsmorðstilraun. Þó huggun harmi gegn að lappirnar voru undir borðinu. Á ekki von á að Egill gefi mér annað tækifæri en lifi í voninni......
Athugasemdir
Mér fannst þú svo "tjillaður" og heimilislegur í þættinum, að unun var á að horfa. Nokkuð góður bara.
Jenný Anna Baldursdóttir, 26.11.2007 kl. 07:40
Saknaði þess þó að ekki skyldi tæpt á "nýju" háskólasjúkrahúsi í þættinum þar sem skoðanir þínar hefðu fengið að koma fram. Margt af því sem þú hefur fjallað um þar vekur óneitanlega upp spurningar hjá venjulegu fólki eins og mér.
Brynjar (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 08:37
Innlitskvitt. Hef fylgst með þínum skrifum fyrir tíma bloggsins og þú þorir allavega að tjá þig um ýmis mál sem þó að kanski ekki öllum í þinni stétt líkar..Ég´komst allavega að því að við höfum sömu skoðanir/upplýsingar um ýmis mál...
Agný, 26.11.2007 kl. 11:56
Stjórnmálamenn! Góð tilgáta, þó hún stæðist ekki - sennilega samt rétt hjá þér að stjórnmálaþáttaka hafi sitthvað með málæðisgen að gera -
limbraður = er þetta nýyrði? (hefði skilið timbraður, eftir Kim-færsluna
)
Útskýring?
Greta Björg Úlfsdóttir, 26.11.2007 kl. 12:38
Þú hefðir nú alveg mátt tala meira eins og þú ert vanur!!!
Spákonan á Kambinum (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 13:45
Hélt þú myndir renna undir borðið og hafði af því miklar áhyggjur og hlustaði lítið á umræðurnar fyrir vikið. Hef ekki trú á því að fegrunarsmyrsl hefðu skipt sköpum enda alltaf gott að koma til dyranna eins og maður er klæddur.
Ragna Jóhanna Magnúsdóttir , 26.11.2007 kl. 21:24
Gat ekki horft á þetta - þú varst eitthvað svo ómálaður og niðursokkinn.
Bassaleikarinn (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 23:47
Sammála þér, Brynjar, hefði kosið hátæknisjúkrahúsið sem aðalmál þáttarins en kunni þó ekki við að hrófla við jafnmiklum ágætismanni og Agli Helgasyni, kannski sjúkrahúsið komi síðar enda risastórt afturábakskref á ferð.
Gréta Björg... Limbraður er hið ljúfa millistig þess að vera fullur og timbraður, stendur yfirleitt nokkrar klukkustundir og fylgir værð og vellíðan. Eins og reyndar kom fram í þættinum.
lýður árnason (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 00:22
Var að horfa á þáttinn!
Já þú varst ansi værðarlegur í þættinum, enda fékkstu nú ekki mikið að komast að til að láta ljós þitt skína. Tókst þig bara skrambi vel út svona ómálaður og niðursokkinn á milli málóðu þungavigtarmannanna...
Limbraður er gott orð og lýsandi fyrir svona vellíðunarástand.
Greta Björg Úlfsdóttir, 27.11.2007 kl. 01:35
Varð að líta á þáttinn eftir þessa færslu og athugasemdir. Spurning hvort lýsingin ,,hálf limraður" hafi ekki verið ,,understatement of the year"???? Svei mér þá, ég sá ekki betur en að þú hafir dottað nokkur augnablik....
Katrín, 27.11.2007 kl. 10:37
Þú ert náttúrulega svo one of a kind Lýður að þú ert gjörsamlega óborganlegur og ógleymanlegur. Eðlilegasti andskoti sem fyrir finnst!
Ég vil fleiri Lýða. Fleiri einsog þig.
Heiða Þórðar, 27.11.2007 kl. 16:04
Blessuð sértu, Heiða, og þakka uppörvandi orð. En nei, ekki fleiri Lýða.
Lýður Árnason, 28.11.2007 kl. 01:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.