28.11.2007 | 02:44
DÝR OG MENN
Loksins seig hitastigiđ niđur fyrir frostmarkiđ og himnarnir gáfu óvígt vatn sitt í föstu formi. Sannkölluđ hundslappadrífa. Enda beiđ ónefndur keikur međ hálsólina ţegar ég kom heim í ljósaskiptunum. Einhverntíma átti hann líka gönguband úr ekta nautshúđ en sú löngu nöguđ og étinn. Enda, hver vill ekki ganga laus? Eitt stćrsta framfaraspor bćjarins er ný göngubrú yfir bćjarlćkinn og komnir yfir hana héldum viđ ótrauđir inn dalinn. Báđir í jólaskapi, búnir ađ arka samanlagt um 1.500 kílómetra á árinu, sáum viđ tvo tvífćtlinga nálgast úr gagnstćđri átt. Hundurinn sýndi tvíeykinu áhuga og vildi heilsa ađ hundasiđ ţegar gall ólundarlega: Taktu hundinn. Ađ bragđi galađi ég koddu og sagđi dýrinu áhugann ekki gagnkvćman. Skynsamt dró ţađ sig í hlé og viđ gengum okkar veg undir ásökunaraugum sem augljóslega voru ekki komin í jólaskap. Nćstu skref hugleiddi ég hve oft á ţessari 1.500 kílómetra ársgöngu viđ félagarnir höfum orđiđ fyrir ólund ýmiskonar, skćtingi og jafnvel fjandsamlegheitum fyrir ţađ eitt ađ vera til. Jafnframt pćldi ég í forskoti dýranna í mannlegum samskiptum. Alla vega hef ég oftar óskađ barni í band en hundi. Sömuleiđis hef ég aldrei séđ hund ţrusa öskubakkainnihaldi út um bílglugga né nauđga hvolpi en aftanúrafurđir beggja tegunda á víđavangi hef ég séđ og minnar eigin skepnu sýnu verri. Hundinum stóđ ţó algerlega á sama um ţessa hugarleikfimi mína, farinn ađ leita ađ músum, búinn ađ fyrirgefa öllum allt og gleyma, yfirburđirnir stađfestir. Jólaskapiđ hélt óhjákvćmilega innreiđ sína á ný, engin orđ, engin lyf, ekkert gjald, ekki neitt. Mikil sú dásemd ađ búa undir sama ţaki og svona dýr.
Athugasemdir
Ég hef fjóra ketti til ađ eiga viđ mýsnar, en kettirnir fćra mér ţćr endrum og sinnum og alltaf lifandi, en hundurinn dregur mig út ađ labba sem er af hinu góđa. Viđ skemmtum okkur alltaf vel á gönguferđum, allavega hundurinn
Jóna Kolbrún Garđarsdóttir, 28.11.2007 kl. 03:03
Best er ađ fara í hundagönguna klukkan átta ađ morgnu ţegar göngustígurinn er mannlaus. Nú eru ferfćtlingarnir á ţessu heimili tveir, Urta og Grettir. Ţađ er ţó ekki algilt ađ enginn víkingur sé kominn á ról svo snemma dags en enginn sem hrćđist besta vininn, a.m.k.
Ylfa Mist Helgadóttir, 28.11.2007 kl. 17:57
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.