30.11.2007 | 03:37
PRESTAR OG LEIKSKÓLAR
Enzkukennari í Súdan fćr 15 daga tukthúsvist og heimsendingu fyrir ađ skíra bangsa Múhameđ. Engar vífillengjur, lögum framfylgt og hin seka má teljast heppin ađ fá ekki 6 mánuđi og 40 vandarhögg. Okkur trúleysingjunum finnst ţetta kannski hlálegt en til hvers eru lög sem ekki er fariđ eftir? Hjá okkur gilda önnur viđmiđ og önnur lög. Ţó ţađ sé ekki endilega til eftirbreytni getum viđ refsingarlaust skopast ađ guđum, dýrlingum og djöflum. Eđa hvađ? Prestum er nú víđa úthýst úr leikskólum, trúin er ađ breytast í bitbein og réttindin ţeirra sem ekki reykja. Kannski er galiđ ađ halda út ríkistrú, í ţví felst ákveđin mismunun og ţjóđin líka upptekin í öđru. Engu ađ síđur er hún enn okkar hornsteinn og fáir sem leita ekki í einhverskonar erindagjörđum til kirkjunnar á lífsleiđinni eđa litlu síđar. Ađ neita prestum ađgengis í leikskólum er undarlegt og fróđlegt ađ vita undirlagiđ. Ađrir menningarheimar eru stoltir af sinni trú og verja sín huglćgu gildi, viđ afturámóti fyrirverđum okkar trú og umgöngumst hana eins og skađvald. Ţó dásamleg draumsýn Johns heitins Lennons um heim án trúarbragđa sé ekki í sjónmáli er ljóst ađ aukinn samgangur heimshorna og fjölmenning er framtíđin. Sterk ţjóđarvitund gerir ţennan samruna mögulegri, ekki veik.
Athugasemdir
En sá Lýđur. Ég er fullkomlega laus viđ trúarbrögđ. Reyndar trúi ég á gömlu jólasveinana, álfa og tröll. Ţú ţorir ekki ađ taka hreina afstöđu. Ég er međ ţađ á hreinu ađ Stekkjarstaur birist von bráđar. En enn og aftur bođa ég véfréttin; berum virđingu fyrir trú annara....
Hólmdís Hjartardóttir (IP-tala skráđ) 30.11.2007 kl. 04:17
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.