STAÐIÐ Á GATI

 

Einn fylgifiskur jólanna er hreingerning og í okkar ranni var nýliðin helgi þungamiðja þessa leiða en nauðsynlega framtaks.  Húsmóðirin ákvað tilhögun, hreinsiefni og verkskipti, síðan var hafist handa.  Frábær teymisvinna skilaði árangri og verklok áætluð um níu.  Þá var fram dreginn jólaís og mér til ánægju var sunnudagsmyndin hvorki gömul né bandarísk heldur ný og mexíkósk.  Að myndinni lokinni horfði miðgrísinn á mig tárvotum augum:  Pabbi...  Það er miklu betra fyrir þessi börn að vera hér og ryksuga og taka til fyrir okkur.  Sérðu það ekki?  Og þarna stóð ég á gati. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband