4.12.2007 | 01:28
ÞINGSKÖP
Litklæði nýbura er ekki það eina sem angrar vinstri græna þessa dagana, breyting þingskapa er þeim líka þyrnir í augum, málæðisréttinn má ekki missa. Sjálfur foringinn lét gamminn geisa fyrir framan sjónvarpsmyndavélarnar og ekki á fjöllum líkt og þegar eftirlaunafrumvarpið var á dagskrá. Sjónvarpsmyndavélar ríkisins voru líka fjarri góðu gamni þegar Atta Kidda Gau, foringi frjálslyndra, átaldi handstýrða sölu varnarliðseigna þar sem útboðsreglur voru hunsaðar. Á Bali er svo fundur iðnríkja um útblástursmál og þrátt fyrir mikinn bægslagang í orkumálum er íslenzka ríkisstjórnin tvístígandi í mengunarmálum jarðkringlunnar og heimavinnan trössuð. Ný þingsköp geta vart annað en bætt.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.