KOLLSPYRNA Í AFMÆLISGJÖF

Dásamlegum degi er lokið.   Veðurfarslega glataður, en dásamlegur samt.   Fáir státa af knattspyrnubúningi í 45 ára afmælisgjöf en það gladdi ósegjanlega mitt gamla hjarta að sjá blábleikan búning Boltafélagsins glitra innan um afmæliskortin.   Í þessum glaðningi hélt ég ófrískur og borubrattur á vit óvissunar ásamt félögum mínum í Boltafélaginu.  Engar blindgötur voru mættar til leiks en fyrir þrábiðjan Skutulsfirðinga tókum við jöfnunarmann frá samfylkingunni.  Afmælisbarn dagsins reið á vaðið og setti knöttinn í lághorn andstæðinganna, óverjandi.  Krafðist í kjölfarið viðlíka afmælisgjafar allra liðsmanna Boltafélagsins.   Og enginn lét á sér standa, ekki einu sinni skipherrann.  Veglegasta afmælisgjöfin var þó bæjarstjórans sem með  kollspyrnu í blálokin grátklekkti afmælisbarnið og innsiglaði sætan sigur.   Í sturtuklefanum kiknaði bæjarstjórinn undan öllu hrósinu, óvanur slíku en  afmælisbarnið, 45 ára,  naut sigurvímunnar,  klárlega á hátindi ferilsins.   

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll gamli og til hamingju með afmælið. Öldrunin sækir ljóslega hratt fram og unun að sjá rúnum rist áhyggjuhlaðið andlitið. Minnir mig á þegar ég hitti Ingólf sem áhyggjufyllstan þegar súlurnar voru enn ófundnar.

Guðmundur Sigurðsson (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 09:04

2 Smámynd: Heiða  Þórðar

Mikið asskoti eru menn orðnir gamlir! 

Til lukku með af-mælið (mæla af minn kæri -þú ert að verða búin að "rusla" þessu af....) Rúnum reistur kannski en alltaf flottur

Heiða Þórðar, 6.12.2007 kl. 12:29

3 identicon

´til hamingju med daginn. Kvedja frá den svenska potatismosen

HSG (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 22:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband