20.4.2008 | 03:59
AÐSTOÐARMANNAVÆÐING
Fallkandídatar framboða falla ekki lengur í gleymskunnar dá heldur njóta góðs af aukinni aðstoðarmannavæðingu æðstu stjórnstiga lýðveldisins. Nefndarstörf eru sígild, einnig aðstoðarmenn ráðherra, þingmanna og borgarstjóra, kosningavakt í útlöndum er vinsæl sem og stjórnarsetur hvarvetna. Varaþingmönnum er mikið hampað og reglulegum blaðapistlum fallkandidata út haldið. Þannig er aftaníossunum tryggður aðgangur og kastljós, laun, biðlaun og fríðindi. Þessum hópi vex æ ásmegin og umsvifin réttlæt með brýnni þörf og nútímastjórnmálum. Gamla slagorðið: Báknið burt, er nú orðið að takmarki höfunda og ekki hægt að segja annað en að mönnum hafi orðið vel ágegnt. Stjórnmálin hafa fundið sér farveg og fjölgar þeim óðum sem taka sér far með þessum nýja tíðaranda. Guð gaf og tók en ný kynslóð stjórnmálamanna tekur bara og tekur. Frábært sýstem.
LÁ
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.