23.4.2008 | 02:37
BLESS, GRÍMUR ATLASON
Eins og stormsveipur komstu inn í bæjarlífið, stór, fallegur og skemmtilegur enda þess sérstaklega getið í ráðningarsamningnum. Beint úr sollinum varstu ferskur og ódrepandi í viðleitni þinni að kynnast heimavönum vargi. Hafnarmálin voru þér hugleikin og fyrir þína tilstilli gerðumst við Bolvíkingar, hundurinn og ég. Í nótt stóðum við keikir á Grímsbrú, hlustuðum á fuglakvak og horfðum á dans norðurljósanna. Þau lýstu upp himininn eins og andlit þitt bæinn að ógleymdri spekinni sem upp úr þér vall. Nú tekur við annað andlit og önnur speki, hvorutveggja ekki þú. Lengi lifi þín stjarna, Grímur Atlason, verðandi fyrrverandi bæjarstjóri Bolvíkinga. Ég veit þú kemur ekki í kvöld til mín en lengi lifir orðstír hveim sér góðan getur. Missir þinn er mikill en missir bæjarins meiri. Góða ferð í burtu og ekki gleyma að borga mér það sem þú skuldar.
LÁ
Athugasemdir
Hæ Lýður
Það er sárt að missa
en þú kemst nú yfir það fljótlega drengur minn. Er ekki annars alltaf sól og blíða þarna fyrir vestan?
Bestu kveðjur að sunnan
Helga María Carlsdóttir
Helga (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 03:15
Sæl, kattakona. Nei, hér er ekki sól heldur svartasta helvíti og hungur. En mér finnst það gaman. Kveðja í Sollinn, LÁ
lýður árnason (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 01:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.