24.4.2008 | 02:00
BORGARALEG ÓHLÝĐNI
Borgaraleg óhlýđni hefur sjaldan veriđ vandamál á Íslandi. Dagurinn í dag er ţví mörgum góđborgurum áfall. Herinn hans Bjössa, grár fyrir járnum, andspćnis friđarröskun á almannafćri. Vart er hćgt ađ mćla ađgerđum bílstjóra bót, skapa bćđi öngţveiti og hćttu en einnig er ţvingunin í garđ stjórnvalda í margra hugum ólíđanleg. En hvers vegna leggur ein stétt manna svona mikiđ á sig, fórnar vinnu sinni, atvinnutćkjum, mannorđi og jafnvel frelsi? Undirtónninn kom glögglega í ljós í málflutningi forsvarsmanns vörubílstjóra sem hjó í ráđamenn fyrir ára ađgerđarleysi, hroka og eilífa fjarveru. Framganga stjórnmálamanna er farin ađ fara fyrir brjóstiđ á mörgum, endalaust eigiđ sjálfshamp og sporslupólitík, handstýring, sjálftaka og óţurftir. Ţessi umgengni ţing- og sveitastjórnarmanna viđ umbođ sitt er farin ađ valda mikilli ţjóđfélagsundiröldu og ađgerđir lögreglunnar í dag auka fremur en minnka líkurnar ađ hún leysist úr lćđingi. Ráđherrar mćttu nú gjarna gera hlé á heimshornaflakki sínu, setjast niđur međ vörubílstjórum og semja. Verđi harka látin ráđa för ţarf herinn hans Bjössa svo sannarlega ađ taka á honum stóra sínum, óvíst er ađ hann hafi sigur.
Athugasemdir
Lýđur, enda fólkiđ fariđ ađ haga sér sem hver annar lýđur ?
Steingrímur Helgason, 24.4.2008 kl. 02:06
Já mikiđ rétt, en ég hef ađ vísu aldrei skiliđ hćttuna sem skapast í umferđinni ţegar allir eru stopp. En hvađ veit ég?
Gló Magnađa, 24.4.2008 kl. 09:40
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.