FERĐALAG

Klukkan er átta.   Ferđalag framundan og ég haska mér fram úr.  Klukkan er hálfníu og ég kominn vel af stađ en gleymi lykilatriđi og sný viđ.  Klukkan er ellefu og í fyrsta sinn renni ég inn Skjaldfannardalinn ásamt ferđafélaga mínum, Ţórđi, fyrrum vagnstjóra á Flateyri.   Klukkan er hálf tólf og ábúendur Laugalands frćđa okkur gestina um nyrztu gróđrastöđ heims sem á sína sögu í dalnum.  Klukkan er tvö og viđ komnir til Hólmavíkur.  Ţar vaskar Vagnstjórinn bílinn trúandi ţvćlu minni ađ Óli forseti sé í bćnum.   Klukkan er ţrjú og mitt agnarsmáa kvikmyndafélag tekur mót rausnarlegum styrk frá menningarráđi vestfjarđa.  Grímur, fyrrum bćjarstjóri Bolvíkinga, sinnir sínu síđasta embćttisverki og er mćttur á samkomuna.  Hann skuldar mér pening.   Klukkan er fjögur og ég sofna í bílnum, aftur á vesturleiđ.  Klukkan er fimm og Vagnstjórinn tilkynnir sprungiđ dekk.   Bíllinn stöđvar og ég viđra hundinn ţó hann sé ekki međ, vanafestan slík.  Vagnstjórinn sprautar rjómafrođu í dekkiđ sem tekur viđ sér.   Klukkan er fimm tíu og vagnstjórinn tilkynnir aftur sprungiđ dekk.   Ég tilkynni Grím, á suđurleiđ, óhappiđ.  Grímur spyr: Hvar.  Svar:  Vinstra afturdekk.  Klukkan er fimm fimmtán og Vagnstjóranum um megn ađ losa varadekkiđ.  Ţetta er ađ verđa fyndiđ og ég ákveđ ađ gera heimildarmynd.  Klukkan er fimm tuttuguogfimm, Vagnstjórinn ráđlítill og fjasar.  Í sömu svifum drífur ađ prest sem í samvinnu viđ almćttiđ losar varadekkiđ.   Klukkan er fimm ţrjátíu og Vagnstjórinn finnur ekki tjakkinn.  Presturinn galdrar einn upp úr vasanum og upp fer bíllinn.  Klukkan er fimm ţrjátíuogfimm og Vagnstjórinn tilkynnir sprungiđ varadekk.  Presturinn býđur okkur far til byggđa.  Klukkan er sjö ţegar viđ rennum inn Skutulsfjörđinn og ţökkum presti greiđviknina.  Klukkan er átta og viđ Vagnstjórinn rennum úr byggđ međ nýtt, loftfyllt varadekk, tjakk og hund.    Klukkan er tíu og viđ komnir á áfangastađ ţar sem bíllinn bíđur.  Klukkan er tíu tíu ţegar Vagnstjórinn tilkynnir ađ tjakkurinn sé of lítill.   Fćr sér smók.  Klukkan er tíu ţrjátíu ţegar ég banna meiri reyk í kringum hundinn.  Klukkan tíu fjörutíu og andrúmsloftiđ ţrúgandi.   Klukkan er tíu fjörutíuogfimm ţegar engill fellur af himni međ tjakk međferđis.  Klukkan er tíu fimmtíuogfimm ţegar bíllinn loks er ökufćr.   Klukkan er tólf fimmtíuog fimm eftir miđnćtti ţegar ég, Vagnstjórinn og hundurinn rennum inn í Ísafjarđarbć.  Klukkan er eitt núll núll eftir miđnćtti ţegar viđ Vagnstjórinn föllumst í fađma og ţökkum frábćran dag.  Klukkan er tvö tuttugu eftir miđnćtti og ég finn ekki tékkann međ styrkgreiđslunni.  Klukkan er tvö tuttuguogfimm eftir miđnćtti og jörđin snýst.     


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband