HEIMA ER BEST

Heilbrigðisráðherra tekur undir ámæli Árna Tryggvasonar um aðbúnað sjúklinga á geðdeild landspítalans.  Segir þetta raunar tilfellið víðar sem endurspegli þörfina á nýju sjúkrahúsi.   Þarna er reginmisskilningur á ferð.  Innlögn er dýrt ef ekki dýrasta meðferðarúrræðið en inniber í hugum fólks að eitthvað sé verið að gera.   Á því er þó allur gangur og sjúklingar í sumum tilvikum afskiptir langtímum saman.  Til eru geðsjúkir sem þurfa gæslu og sólarhringseftirlit en flestum dugir minni viðvera.  Eftirfylgni í heimahúsum ætti að vera keppikefli framtíðarinnar, þangað gæti kunnáttufólk leitað og veitt stuðning og viðeigandi meðferð.  Hvort heldur læknisaðstoð, aðhlynning, almenn aðstoð eða félagsskapur, allt einstaklingsmiðað og sjúklingurinn himinlifandi að geta verið heima.  Fólk gæti svo leitað til þessara meðferðaraðila eftir þörfum og þannig jafnvel fyrirbyggt óefni og/eða ágang sjúkdóma sinna.   Svona kerfi er hægt að sérsníða í öllum greinum læknisfræðinnar og stórminnka með því innlagningarþörf.    Krabbameinssjúklingar njóta nú þegar svona þjónustu og ekki veit ég annað en almenn ánægja ríki með fyrirkomulagið.   Vona Guðlaugur íhugi þennan vinkil víðar, hætti við sjúkrahúsið og láti styttu af Davíð nægja. 

LÁ 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Lýður,

ég er innilega sammála þér.  Heimaþjónusta og nærþjónusta er það sem koma skal, hvort sem er í heilbrigðiskerfinu eða öðrum velferðarkerfum.  Skilar bæði meiri árangri og er ódýrara. 

Kær kveðja, Guðný verðandi félagsmálastjóri í Bolunga(r)vík.

Guðný Hildur Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 13:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband