ÞANGAÐ LEITAR KLÁRINN

Það að sjálfstæðismenn haldi sínu í nýrri skoðanakönnun er skiljanlegt.  Þeirra áherzlur hafa skilað sér ágætlega í stjórnarsamstarfinu.   Verðbólgan og hrun krónunnar telst fremur sök samfylkingarinnar sem er eilítið öfugsnúið því tillögur framsóknarflokksins á síðasta kjörtímabili um stórhækkað lánshlutfall húsnæðislána ýtti mörgum út í skuldafenið og er að líkum stærsti einstaki þátturinn.   Á samfylkinguna hefur hinsvegar hallað í vegferðinni með sjöllunum, a.m.k. það sem af er.   Kveði umhverfisráðherra enga lagalega stoð fyrir hömlun stóriðju í Helguvík átti að segja það kjósendum fyrir kjördag.  Utanríkisráðherra snýr þessu við, sagði fyrir kosningar eftirlaunaréttindi þingmanna og ráðherra ólíðandi en síðan ekki múkk.   Ekkert bólar á auðlindafrumvarpi Össurar né endurskoðun fiskveiðistjórnunarkerfisins þó sami ráðherra hafi  áréttað fyrir kosningar það skilyrði stjórnarsamstarfs.    Álit mannréttindaráðs sameinuðu þjóðanna varðandi eignarhald fiskimiðanna er hunsað meðan lögð er rík áherzla á sæti íslendinga í öryggisráði sömu stofnunnar.  Flandur ráðamanna og bruðl því samfara telst þeim heldur ekki til tekna.   Mótsagnakennd afstaða ríkisstjórnarinnar í evrópumálum ruglar fólk í ríminu og sömuleiðis rykmökkurinn í heilbrigðismálum.   Jóhanna er sú eina sem heldur haus sem líka endurspeglast í fyrrnefndri skoðanakönnun.  Helsta hvatning stjórnarandstöðunnar eru þó 58%, meirihlutinn magnaði langt í frá óvinnandi.  Sérlega geta vinstri grænir vel við unað,  afhroð samfylkingarinnar myndi eflaust nýtast þeim best.  Næsta ríkisstjórn yrði þá  VG og sjálfstæðisflokkurinn, ESB- aðild úr sögunni og eignarhald sjávarauðlindanna óbreytt og skiptimyntin olíhreinsunarstöðin á vestfjörðum sem verður í Hvalfirði.    Þangað leitar klárinn.          


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

__ sem hann er kvalastur.Það eru orð að sönnu.Ég held að íslendingum líki best við Jóhönnu út af hvað hún er heimakær og vinnur verk sín að virðist í kyrrþey.Kært kvaddur

Ólafur Ragnarsson, 4.5.2008 kl. 22:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband