EGILS GULL

Egill Helgason liggur undir ámæli um að halla á kvensur, frjálslynda og sjávarútvegsmál.  Skil hann að sumu leyti en í kvöld voru heilbrigðismál krufin í Silfrinu og frasinn um læknisþjónustu óháð efnahag oft kveðinn og ríkisrekin heilbrigðisþjónusta talin forsenda.  Það sjálftökufyrirkomulag sem nú er við lýði leiðir af sér ofurlækningar, svokallaða sjúkdómavæðingu og kostnaðurinn tekinn af skattpeningum almennings.    Lítil kostnaðarvitund leiðir af sér litla viðspyrnu og læknisverkin hrannast upp.   Auðvelt er fyrir heilbrigðisstéttir eins og lækna að rökstyðja eigið ágæti og nauðsyn.   Gegn þessu ægivaldi standa leitendur varnarlausir.  Aukin fjölbreytni þjónustunnar er ein leið til uppbrots og sannlega rétt stefna heilbrigðisráðherra að ýta undir þá þróun.  Hvort skíra skuli miðstýringarröskun eða einkavæðingu skiptir engu, meginatriðið er að samhæfa hagstætt verð og þjónustu.   Gleymum því heldur ekki að fagfólki allra stétta er heimil innheimta fyrir vinnu sína, hvers vegna ætti annað að gilda um lækna?  Vilji Pétur borga að fullu fyrir nýtt hné, afhverju ætti Páll að amast við því?    Samfélög eyða æ meiru fé í heilbrigðisþjónustu en það er minnst vegna aukinnar tækni og framfara.   Orsökin er sífellt lægri þröskuldur fyrir notkun hennar, m.ö.o. oft er þörf en ekki alltaf.

LÁ  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Nákvæmlega!

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 5.5.2008 kl. 07:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband