RÁÐHÚSIÐ LOGAR

Borgarstjóri ver ótrautt ráðningu sína á þjóðþekktum atorkumanni, hefur óbilandi trú á getu hans og hæfileikum til að taka til í þeirri skotgröf sem borgarskipulag er.   Sláandi launakostnaður sé réttlætanlegur sökum framangreinds.   Auðheyrt er að borgarstjóri er tekinn föstum tökum af fréttamönnum, fastari en t.d. forsætisráðherra sem kvað loforðaáminningar stöðvar 2 í fréttatímum vera einelti og þar við sat.  Áður tíðkuðust umræðuþættir með stjórnmálaforingjum en nú eru þeir ýmist einir eða annarsstaðar og spjallið góðlátlegt.   Ný uppákoma í borgarstjórnarmeirihluta Reykjavíkurborgar hlýtur að teljast líkleg í ljósi þeirrar óeiningar sem ríkir í ráðhúsinu, þar virðist allt loga stafna á milli.   Spennandi er þó útspil borgarstjóra um uppljóstrun ferðalaga og risnu borgarfulltrúa allra frá árinu 2005.  Sú lesning verður óefað fróðleg og mikil upplýsing, kannski svo mikil að borgarfulltrúar kjósi frekar að þola áframhaldandi setu Ólafs en eiga hitt yfir höfði sér.   

LÁ  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband