11.5.2008 | 22:18
SKJALDBORG
Kom við á Skjaldborg, heimildamyndahátíðinni á Patreksfirði og fylgdi úr hlaði mynd félaga míns um sæluhelgi þeirra Súgfirðinga. Umgjörð hátíðarinnar var notaleg, laus við alla tilgerð og öllum gert jafnt hátt undir höfði. Kvikmyndagengið snæddi plokkfisk í boði Patfirskra kvenna og síðan tóku við heimildamyndir heiðursgestsins sem sannlega reyndu á skilningarvitin. Huggulegt bjórpartí á bæjarknæpunni var svo eins og gómsætur konfektmoli. Svo vorum við roknir en hyggjumst taka allann pakkann að ári, mynd, maka og mætingu. Hafi frumherjar hátíðarinnar þökk fyrir framtakið.
LÁ
Athugasemdir
Og ekkert að hafa fyrir því að koma við !
Níels A. Ársælsson., 12.5.2008 kl. 00:57
Ófær Bíldudalsleiðin.
Lýður Árnason, 12.5.2008 kl. 01:12
Einmitt.
Risa snjóflóð á veginum á milli Tálknafjarðar og Patreksfjarðar.
Níels A. Ársælsson., 12.5.2008 kl. 14:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.