SKJALDBORG

Kom við á Skjaldborg, heimildamyndahátíðinni á Patreksfirði og fylgdi úr hlaði mynd félaga míns um sæluhelgi þeirra Súgfirðinga.   Umgjörð hátíðarinnar var notaleg, laus við alla tilgerð og öllum gert jafnt hátt undir höfði.  Kvikmyndagengið snæddi plokkfisk í boði Patfirskra kvenna og síðan tóku við heimildamyndir heiðursgestsins sem sannlega reyndu á skilningarvitin.  Huggulegt bjórpartí á bæjarknæpunni var svo eins og gómsætur konfektmoli.   Svo vorum við roknir en hyggjumst taka allann pakkann að ári, mynd, maka og mætingu.   Hafi frumherjar hátíðarinnar þökk fyrir framtakið.

LÁ 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Og ekkert að hafa fyrir því að koma við !

Níels A. Ársælsson., 12.5.2008 kl. 00:57

2 Smámynd: Lýður Árnason

Ófær Bíldudalsleiðin.

Lýður Árnason, 12.5.2008 kl. 01:12

3 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Einmitt.

Risa snjóflóð á veginum á milli Tálknafjarðar og Patreksfjarðar.

Níels A. Ársælsson., 12.5.2008 kl. 14:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband