12.5.2008 | 01:48
SAMFYLKINGIN SÝNIR KLÆRNAR
Skriður virðist vera kominn á nýja uppfærslu eftirlaunalaga þingmanna. Hvort einelti Stöðvar 2 hafi ýtt við æðstráðanda er getgáta en augljóst að erfitt er að sitja undir eigin óheilindum að ekki sé talað um svo ítrekuðum. Ný og réttlát eftirlaunalög var baráttumál samfylkingarinnar og komist það í höfn mun verður málið flokknum andlitslyfting í því andstreymi sem ríkir. Mörg þjóðþrifamál liggja enn í salti en fækkar alltént um eitt verði eftirlaunalögunum breytt. Vona tiltektin á stjórnarheimilinu nái fleiri hornum.
LÁ
Athugasemdir
sammála
Hólmdís Hjartardóttir, 12.5.2008 kl. 01:52
Í öllu falli hefur fátt heyrst af stjórnarheimilinu þangað til núna enda allir uppteknir í að bjarga heiminum. Mér finnst reyndar fjölmiðlar vera að standa sig í stykkinu þegar þeir bera saman kosningaloforð og stjórnarsáttmálan við efndir og framkvæmdir. Ráðherrar verða að geta þolað sviðsljósið án þess að um einleti sé að ræða.Hugtakið farið að minna mig á; ,,úlfur, úlfur........
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 12.5.2008 kl. 12:25
.....Lýður - er ekki bolti í vikunni? Ertu búinn að kaupa bát? Út á skak....
Grímur (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 20:27
Sé ekkert athugavert við það að stjórnmálamenn séu minntir á loforð sín og kalla slíkt ekki einelti heldur sjálfsagt aðhald og er það ekki einmitt hlutverk fjölmiðla?
Enginn bolti eftir fyrirliðamissinn, engin bátakaup átt sér stað né skak. Var þó á sjó í allan dag.
LÁ
Lýður Árnason (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 00:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.