18.5.2008 | 11:42
ÞJÓÐARBLÓMIÐ
Eitt sinn sagði ágætur kunningi minn að ég hefði ekkert vit á pólitík. Þá fannst mér dómurinn frekar harður en nú eygi ég betur meininguna og er nokkuð sáttur við innleggið. Alveg eins og þjóðarblómið, Holtasóleyin, við kjósum fegurð og virðingu en raunveruleikinn er túnfífillinn, hann er hið sanna þjóðarblóm. Þannig sá ég pólitík í Holtasóleynni og trúði að hún snerist um fegurð mannlífsins og bætingu þess. En stjórnmál eru eins og fíflarnir, skjóta rótum allsstaðar, leggja allt undir sig og virða engin mörk, eina markmiðið yfirráð og fjölgun. Ekki ólíkt krabbameinsfrumum. Í vaxandi mæli tekur fólk þátt í stjórnmálum á þessum forsendum og orð kunningja míns réttmæt. Holtasóleyin stendur þó fyrir sínu, á stangli í óbyggðum, harðgert hálmstrá íslenskrar þjóðar.
LÁ
Athugasemdir
Vel mælt
Kjartan Pétur Sigurðsson, 18.5.2008 kl. 12:02
Snillingur.
Heiða Þórðar, 18.5.2008 kl. 15:01
Þú ert greinilega á Patreksfirði.
Hver orti annars:
Fíflarnir á vesturtá, olíunni bjarga?
Hrun (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 18:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.