LÝĐSSON

Flestar lífverur hafa ákveđinn fengitíma.  Sum hlaupa á vikum og mánuđum, önnur ađeins dagslengd eins og elgirnir.   Tilgangurinn fjölgun tegundarinnar ţó nautn fylgi kannski stundum, hver veit?  Í mannheimum er fengitíminn allt áriđ og nautnin yfirleitt forsenda gjörnings.  Kynlífskönnun, gerđ á Íslandi fyrir nokkrum árum, sýndi tíđni athafna langt umfram ávexti jafnvel ţó gert sé ráđ fyrir belgingi landans og ýkjum.   Á mínu heimili má lítiđ út af bregđa og ávaxtakarfan orđin nánast full.  Nýveriđ leit nýjasti sprotinn dagsins ljós, blásvartur hárbrúskur, gulur eins og  banani og leit hófst ađ austurlenskum bćjarfola.   Í fyrradag, mér til mikils léttis, hvarf gulan eins og bráđiđ smér og krakkinn fór ađ orga og lengjast.  Ţá fyrst fauk í okkur hundinn og trampađur gćsagangur til bćjarstjórans en hevítiđ var farinn og sá nýi kom ekki til greina, ruglađist á fengitímanum.   Í kvöld, aftastur í bleyjubiđröđinni, sá ég svo blásvartar hárflyksur falla í gólfiđ, eina af annarri og í skallablettunum hvítan ćđadún teygja sig til himins.  Og orgiđ hćtt.   Hvorutveggja örugg teikn, ţegjandinn og dúnninn, af Lýđ er hann kominn og Lýđsson vera.  Ekki Grímsson eđa Falungongson.  En ţá skaut niđur nýrri hugsun, afhverju, ég elska Grím og dái Falungong?   Hvers vegna endilega Lýđsson?!   Svei mér ađ ég geti svarađ ţví....


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guđrún Jóna Gunnarsdóttir

Skil ţessa fćrslu ađeins á einn hátt; til hamingju

Guđrún Jóna Gunnarsdóttir, 22.5.2008 kl. 13:22

2 identicon

...semsagt ţú ert kominn út úr skápnum eđa varstu kannski ađ fara inn í hann?

Hrun (IP-tala skráđ) 23.5.2008 kl. 16:27

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband