NEYTENDAVERND BARNA

Neytendavernd barna er víst ekki lengur á herðum foreldra heldur hinu opinbera og gáfnaljósin kynna þessa dagana tillögur sínar til spornunar við óheilbrigðum staðalímyndum, virðingarleysi og neikvæðri líkamsímynd.    Snilldin er fólgin í breytingum á boðstólum, þ.e. fjarlægja óhollustu úr hillum verslana, gos, nammi, flögur, sykurbústnar mjólkurvörur og saltpillur.  Tilgangurinn að auðvelda foreldrum hringferðina.   Þar sem allir vilji veg barna sinna sem mestan telur neytendavörnin að tillögurnar fái góðan hljómgrunn.   Einfaldari leið, þ.e.a.s. nei, virðist ekki ná eyrum neytendaverndar enda ógnar sú leið tilveru hennar og myndi gera hana óþarfa.   En sé það vegsauki barns að gera það að litlum innkaupastjóra eru tillögurnar hreint út sagt frábærar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

...en manstu ekki hvað allt var dásamlegt þegar allt var bannað nema sumt? Ekkert klám, ekkert sjónvarp, enginn bjór, enginn gjaldeyrir, engar teiknimyndir, ekkert internet, engin Storgaard, engin öryggisbelti, ekkert reykingabann....og allir útí skúr að gera tónlist....bara ein tegund af pasta Höng!

Hrun (IP-tala skráð) 24.5.2008 kl. 10:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband