26.5.2008 | 01:35
RÍKISSTJÓRNIN EINS ÁRS.
Egill er kominn í sumarfrí en eftirlét stjórnmálaforingjunum síðasta þátt vorsins. Einkunnir ríkisstjórnarinnar voru eins og stigagjöf söngvakeppninnar, eftir landafræðinni, slíks er jú von. Áliti mannrétindanefndar SÞ varðandi fiskveiðistjórnunina verður svarað en án umræðu í þinginu. Svarbréfið mun lýsa málinu í skoðun. Eftirlaunalögin eru mistök segja foringjarnir en snúin og ná ekki fram að ganga fyrir þinglok. Hinsvegar náðist á vorþinginu að afnema skatt á hlutabréfahagnað. Þetta snarræði ríkisstjórnarinnar kemur sér vel fyrir banka og fjárfestingarfélög. Jakob stuðmaður ætti að kanna þennan möguleika. Steingrímur sakaði Guðjón um linkind í garð upphlaupa eigin flokksmanna og vissulega rétt en Guðjón átti sprett varðandi nýjan vaxtarbrodd landsbyggðar, sjóstangaveiðina, taldi innlimun þeirra veiða í kvóta drepa kímið í fæðingu. Stjórnarparið lét sér fátt um finnast og telja öryggisráðið mikilvægara fyrir íslenzka þjóð. Steingrímur gaf kvótakerfinu falleinkunn og hnykkti einfaldlega út með þeirri staðreynd að fiskverndunarmarkmiðin hafi gjörsamlega fallerað. Ingibjörg var ein á báti í evrópumálunum og sökuð um að tala niður krónuna. Steingrímur minnti á heimastjórn og dug hennar fyrir íslenzka þjóð. Þó Geir hafi verið hógvær eins og góðum landsföður sæmir er í samantekt bersýnilegt að það er hans gangverk sem situr á eftirlaunafrumvarpinu, það er hans gangverk sem ekki vill leiðrétta mannréttindabrot núverandi fiskveiðistjórnar, það er hans gangverk sem handstýrði sölu eigna á varnarliðssvæðinu, það er hans gangverk sem ýtir samfylkingunni inn í eimyrjuna í umhverfismálum og það er hans gangverk sem eftirlætur fjármagnseigendum eyrnamerkta skattpeninga ríkisins. Þessi ríkisstjórn hefur ekki setið auðum höndum, hjartað hamast í samfylkingunni og heilinn í Valhöll.
LÁ
Athugasemdir
Orð að sönnu!
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 26.5.2008 kl. 10:04
Góður að venju.
Níels A. Ársælsson., 26.5.2008 kl. 11:25
Þabbarasonna! En er eitthvað vestur að sækja? Heyrði í hljómsveit um daginn sem hét: Varlavesturaftur....
Hrun (IP-tala skráð) 26.5.2008 kl. 12:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.