28.5.2008 | 02:54
HVERSU LENGI SKAL JARLINN HERÐA?
Vinstri grænir flagga nú tillögum í kvótamálunum, seint en samt. Æ fleiri stjórnmálamenn gera sér grein fyrir þeim feigðarósi sem óbreytt kerfi inniber og sjálfstæðismenn nú einu heildrænu málsvarar þessarar ónytar. Grænir boða með tillögum sínum grundvallarbreytingar með góðri aðlögun, firningu á 20 árum. Með þessu vilja grænir eflaust slá á kollsteypukenningu kvótasinna sem spá hruni, báli og brandi verði hróflað við ríkjandi ástandi. Á þetta vilja vinstri grænir reyna og eru þeir ekki einir á báti, í hugum margra er kvótaframsalið mesta mannréttindabrot lýðveldisins. Uppgjörinu hefur þó enn verið slegið á frest og sjálfstæðismenn sem áður skákuðu í skjóli framsóknar gera það nú í skjóli samfylkingar. Hversu lengi skal jarlinn herða?
LÁ
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.