INN/ÚT

Ísbjörg  er mikið öfugmæli, svo mikið að jaðrar við annað öfugmæli, morgunstund gefur gull í mund.   Innistæðueigendur Ísbjargar segjast eiga kröfu á íslenzka skattgreiðendur varðandi sparifé sitt enda séu bankaeigendurnir íslenskir.   Hei, hei, segjum við, þetta eru prívatbankar, eign útrásararvíkinga og á þeirra vegum en ekki íslenzka ríkisins.   A, a, ekki aldeilis segja þeir og vísa til skuldbindinga í milliríkjasamningum.  Heyrið´i nú, hvernig dettur ykkur í hug að við sem þjóð eigum að taka ábyrgð á einkabanka í útlandinu sem við vissum varla að væri til?  Þessir bankagúbbar verða bara sjálfir að greiða úr sínu klúðri, ekki við!   Þá æpa þeir: Við klögum  í Gordon og Darling!  Milliríkjadeila staðreynd, váá, frábært, þær eru alltaf svo spennandi.  Svo tilkynnir Dr. Árni, med et kýr, að samningur sé í höfn við Niðurlönd, aðra Ísbjörgina.   Og hann hljóðar svo:  Niðurlendingar lána íslendingum 300 milljarða svo þeir geti borgað hinum hollensku skipsbrotsmönnum Ísbjargar.    Þess má geta að sigur á hollendingum í sparkbolta var ekki innifalinn.   Og svo er tjallinn eftir, 1000 milljarðar.  Íslendingur hlýtur að klóra sér í hausnum yfir þessum málalyktum og spyrja:  Hvernig gátu íslenzkir ráðamenn samþykkt svona klausu og það í milliríkjasamningi?  Og til hvers?  En sé svo, hvernig gat þetta belgst svona út, þurftu útrásarvíkingarnir ekki að sækja um starfsleyfi hingað eða þangað, var ekkert eftirlit með gengi þeirra og vexti og engin takmörk á umsvifum?  Vissi enginn neitt?  Hvar var fjármálaeftirlitið,  seðlabankinn og grísirnir þrír?  Hvar var Árni, Geir, Guðni, Ingibjörg Sólrún, Össur, Grímur?  Ráðherra kom heim út af ísbirni, annar fór til Kína og aftur til baka og aftur til Kína og aftur til baka.   Og þannig flugu fyrirmennin á undan þeim og önnur á undan þeim.  En nú er örninn sestur og borin von að hann hefjist til flugs á ný nema allir snúi bökum saman og kasti öllu nema því allra nauðsynlegasta.  Launakröfur: Út, áhyggjulaus ævikvöld: Út, lífeyrissparnaður út, Helgi Seljan: Út, framkvæmdir sveitarfélaga: Út,  snillingar útrásarinnar: Fóru sjálfir út, jafnréttisbaráttan:  Út,  náttúruvernd: Út, Hannes Hólmsteinn:  Út,  ímynd Íslands:  Út, lífeyrir fyrrum ráðherra, sérílagi þeirra sem ýttu einkavæðingunni úr vör: Inn.   Hvernig er hægt annað en að elska svona þjóð? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Segðu kveðja vestur Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 12.10.2008 kl. 11:07

2 identicon

Það mígur enginn fyrir mann, maður gerir það sko sjálfur eða sleppir því....

Ég elska(ði) þig Lýður (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 18:04

3 identicon

og ég elska þig sko líka, samt ertu hálfur Dani... sem núna hlægja sem aldrei fyrr. Bíðum þar til þeir loka magasín og D´anglaterre...

En þetta er auðvitað bráðhlægilegt ástand.... þó í raun sé það ekki einu sinni broslegt.

bassaleikarinn í hinu bílskúrsbandinu (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 22:56

4 identicon

Þetta kallar maður að útskíra á mannamáli. Maður spyr sig hvar voru allir. Litlu þjófarnir sem stela úr búðinni komast ekki lengi upp með það, en ef upphæðirnar eru nógu stórar. Já þá getur maður stolið og gert það almennilega í skjóli þeirra sem ráða

Guðrún Vestfirðingur (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 08:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband