15.10.2008 | 04:28
FULLT TUNGL
Á fullu tungli er annaðhvort að búa til börn eða spyrja sig: Er þetta ekki bara vondur draumur? Getur verið að óbreyttur íslendingur, áhættufælinn, heimasjúkur og hóstandi þurfi að borga einkavæðinguna? Er Pútín Stalínsson okkar eini vinur? Mannauðurinn, var hann ofmetinn? Eða var hann kannski vanmetinn? Hvaða skýrzlu var stungið undir stól? Bjöllurnar gullu á heiðskírri nótt í huga löngu látinnar sjálfstæðishetju hvurs fall var falið í dönskum stiga. Á fullu tungli er fátt um svör.
LÁ
Athugasemdir
Mannauður er leiðinlegt nýyrði. Eitthvað svo autt, eyðilegt,drullulegt. Kanski "réttyrði"?
Hildur (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 23:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.