HVERSU DJÚPT ERUM VIÐ SOKKIN?

Umliðna daga hafa íslendingar velt fyrir sér hvernig bægslagangur örfárra einstaklinga í útlöndum hafa hrakið landið út í botnlausan skuldapytt, milliríkjadeilur og algera óvissu.  Flestir íslendingar ömuðust ekki við ofurlaunum og gljálífi einkavæðingarinnar enda mál hluthafa að fást við slíkt.  Einstaklingum stóð til boða að taka þátt í veizlunni, sumir þáðu, aðrir ekki.  Svo kemur upp úr kafinu að íslenzkir skattgreiðendur í heild skuli standa skil á óreiðunni.  Hverskonar einkavæðing er það sem hirðir bara plúsinn? Og nú kalla Evrópuríki hvaðanæva þjóðina til ábyrgðar, beita jafnvel hryðjuverkalögum, eignafrystingum og lokun fjárstreymis til landsins.   Kaupþing ætlar að lögsækja brezk stjórnvöld fyrir aðför að fyrirtækinu, hugsanlega íslenzk stjórnvöld einnig.  Búið er að semja um kröfur hollendinga og önnur samningsferli í gangi.  Sendinefnd er í Rússlandi og athugar með lánafyrirgreiðslu meðan fjármálaráðherra grúskar í skilmálum alþjóðagjaldeyrissjóðsins.   Svo tuða þingmenn á Austurvelli um brottrekstur seðlabankastjóranna og tafarlausa umsókn í ESB.  Er ekki forgangsatriði að kanna hvar við stöndum gagnvart öllum þessum milljarða fjárkröfum utanlands?  Lögmenn hafa haldið fram að íslenska ríkinu beri engin skylda að uppfylla þessar kröfur og sé svo, um hvað erum við að semja við hollendinga og breta?  Hversu miklar eignir eiga bankarnir erlendis?  Hefur einhverju verið skotið undan og þá hversu miklu og af hverjum?  Fjármálaeftirlitið gerði athugasemd við umfang bankastarfsemi í útlandinu fyrr á þessu ári, það liggur fyrir, en greinilega ekki sinnt.  Hverra sök er það?  Sem þjóð verðum við að komast til botns í þessu dýi og finna út hversu djúpt við erum sokkin.   Vonlaust er að taka afstöðu til hluta sem enginn veit hvar liggja, það getur hreinlega skaðað og gert illt verra.  Þeim hlýtur að fækka bónarferðunum ef þjóðin er eftir allt saman ekki undir oki bankaskuldanna í útlöndum.  Það hlýtur líka að létta á íslenzkum almenningi séu lán þeirra fryst.   Forðumst nú fum og fljótfærni, setjum í forgang að finna út hvar við stöndum og látum síðan hendur standa fram úr ermum.  

LÁ      


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Okkar vandamál er fámennið. Í raun eru of fáir að stjórna of miklu og því fór sem fór.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 16.10.2008 kl. 04:45

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

En ég segi: Já, Lýður, þetta er líka okkur öllum að kenna.

Jón Valur Jensson, 16.10.2008 kl. 05:48

3 identicon

Töðuðu þið - þú og skipstjórinn....

Fótboltamaðurinn sem fær ekki að vera með (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 22:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband