18.10.2008 | 03:24
KLAKINN AÐ BRÁÐNA.
Ísland á ekki upp á pallborðið í útlandinu þessa dagana, niðurlægingin heldur áfram og í dag fór framboð okkar til öryggisráðsins í ruslið. Vonbrigði segja ráðamenn en telja aurunum sem í þetta fóru vel varið. Sjálfur fagnaði ég úrslitunum, sparnaðurinn er umtalsverður en einnig tel ég sess okkar utanlands mjög ofmetinn. Vísa til varaforsetaefnis Mcains í Bandaríkjunum sem sagðist aldrei hafa hitt þjóðarleiðtoga mánuði eftir að hafa snætt með Ólafi okkar Ragnari. Blaðamaður vestanhafs reit framboðið farsakennt og óhugsandi að svona léttvigtarríki sem að auki væri gjaldþrota gengdi slíkri ábyrgðarstöðu. Og rússarnir eru hættir við að lána. Valdhöfum hér er nánast vorkunn. Vonandi er framboð okkar til öryggisráðsins síðasti naglinn í líkkistu veruleikafirringarinnar sem einkennt hefur þessa þjóð umliðin ár og misseri.
LÁ
Athugasemdir
Og til að kóróna allt, er kannski von til þess að utanríkisráðherra fari að sinna sínum störfum og beina athyglinni í rétta átt. Hver veit? Kraftaverkin gerast enn, eða hvað....
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 18.10.2008 kl. 21:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.