GARNAHLJÓÐ.

Aumingja Geir.  Hann er eflaust prýðisnáungi og líkast sá íslendingur sem heitast þráir að snúa við tímans hjóli.  Nefndi í kastljósinu að hljóð hefði heyrst úr horni hefði bönkunum á sínum tíma verið stillt upp við vegg.  Það hljóð er þó líkast ámátlegt miðað við garnahljóðin sem nú eru farin að heyrast.  Og ekki von á öðru en bæti í.   Þó þjóðin sé efins um tiltekt sömu aðila sem skítin skópu er það ekki gagnkvæmt.  Geir staðfesti þá skoðun sína í sama viðtali.  Rétt hjá forsætisráðherra að kosningar megi bíða en þjóðstjórn gæti þó skilað tvennu:  Meiri upplýsingu og meiri einingu þegar fram í sækir.   Uppgjör í höndum þjóðstjórnar er uppgjör allrar þjóðarinnar, uppgjör eingöngu í höndum stjórnarflokkanna  er uppgjör sjálfstæðismanna og samfylkingar, stjórnmálaafla sem hefðu getað afstýrt miklu en höfðu annað í forgangi.

LÁ 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband