24.10.2008 | 01:50
NÚ ER FROST Á FRÓNI EN EKKI Í BÖNKUNUM....
Nú er frost á fróni og viðskiptaráðuneytið beinir þeim tilmælum til bankanna að frysta íbúðarlán. Bankarnir heykjast á beiðninni og fólk sem til þeirra leitar mætir allskyns fyrirslætti og vandamálatilbúningi. Óbreytt skuldaálag leiðir ekki aðeins heimilin í þrot heldur sitja bankarnir uppi með veð sem vonlaust er að koma í viðunandi verð. Og varla bætir úr skák að fólk sé í húsnæðishraki ofan á allt annað. Viðskiptaráðherra á tafarlaust að fyrirskipa frystingu allra lána í a.m.k. 3 mánuði og fyrirkomulagið þannig að fólk fái heimsenda tilkynningu þess efnis en þurfi ekki sjálft að sækja um. Einnig á viðskiptaráðherra að takmarka laun bankastjóranna við milljón og afnema strax alla launaleynd. Launaleynd er úrelt og ekki í takti við þá nýju hugsun sem landslýður þráir.
LÁ
Athugasemdir
hvernig geta ríkisbankar leyft sér að hunsa boð ríkisstjórnar?
Hólmdís Hjartardóttir, 24.10.2008 kl. 01:54
Sammála! Vil bæta við refsiákvæði gagnvart þeim fjármálastofnunum sem hunsa boðaðar aðgerðir!
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 24.10.2008 kl. 02:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.