28.10.2008 | 03:16
SKIPHERRAR ÁN SIGLINGALAGA.
Viti stendur á klöpp. Um hann vita kannski ekki margir en hann er til staðar og varpar með millibili ljósbjarma á haf út. Sinni sjófarendur ekki þessu ljósi steyta þeir á grynningum, stranda og jafnvel sökkva. Tilkynningaskylda um slys eða yfirvofandi hættu er á herðum vitavarðar . Áhöld eru um hvort þessari tilkynningaskyldu hafi verið sinnt í tilviki icesave-reikninganna í Bretlandi, hvort skilaboðin hafi verið nógu öflug, nógu skýr miðað við tilefnið. Líklega samt ekki. En einhvers hafa yfirboðarar vitavarðarins þó orðið áskynja, ef ekki frá honum beint þá öðrum sjónarvottum. Dráttur björgunaraðgerða dregur nú stóran dilk á eftir sér og ljóst að verðmæti glatast sem mögulega hefði verið hægt að bjarga. Jafnvel heil þjóð. Skipherrarnir sem á skerinu steyttu bera auðvitað sína ábyrgð en hún er þó ekki lagaleg heldur siðferðisleg. Ástæðan: Það gleymdist að setja þeim siglingalög. Og nú upplýsir einn þessara skipherra í sjónvarpsþætti að rétt viðbrögð á strandstað hefðu komið skipunum á flot. Yfirmenn almannavarna ákváðu hinsvegar að sökkva öllum skipunum, eflaust talið það ódýrari kost en slippinn. Sjónarvottur úr fjarzka getur illa metið réttu og röngu þessara björgunaraðgerða en hann getur metið samskipti vitavarðarins og yfirboðaranna, ennfremur viðbrögð beggja þessara aðila, upplýsingu og síðast en ekki sízt þá gáleysu að efna til kappsiglingar án siglingalaga. Skipherrana má skamma en mótshaldarana absólút reka.
LÁ
Athugasemdir
Þessir á milli dagláta til dagmálapiztlar þínir undanfarið eru alveg þrælgóðir, svo ég aðdáöndist smotterí.
Klapp á kinn ...
Steingrímur Helgason, 28.10.2008 kl. 23:07
Takk, Steingrímur, meðgjöf er alltaf góð og ekki sízt í svona æri.
LÁ
lydur arnason (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 01:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.