STÝRIVAXTARALLÝ.

Átján prósent?  Gott, vont?  Alvara, þykjusta?  Ísland í dag var ríkast í gær.  Er nýtt Ísland raflýstir torfkofar?  Eða endaþarmur Evrópu?  Kannski allir hafi í raun þráð þessa breytingu, bara ekki svona hratt.  En átján prósent?   Í góðærinu gaf seðlabankinn út jöklabréf með háum vöxtum.  Kaupendur voru útlendingar sem borguðu í gjaldeyri.   Gjalddagar þessara bréfa nálgast nú óðum og alger gjaldeyrisþurrð í gangi.   Því verður að senda eigendum bréfanna þau skilaboð að betra sé að eiga þau áfram.   Tilgangur stýrivaxtahækkunar er því sá að stemma stigu við gjaldeyrisútflæði.   Bömmerinn er afborganir lána sem hækka, sömuleiðis dráttarvextir og yfirdráttur.  Allt niðurdrepandi fyrir fyrirtæki og skuldara, sem sagt megnið.   En hugsunin er þessi:  Kaupendur jöklabréfa í útlöndum verða að sjá hag sínum borgið með áframhaldandi eign einfaldlega vegna þess að innistæða útborgunar er ekki til.   Alþýðan verður því að taka á sig okið uns útflutningsgreinarnar ná sér á strik.  Þetta er ekki alveg samkvæmt kenningunni en þær geta jú brugðist eins og önnur tré.     

LÁ 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband