Á EFTIR GRJÓNUM....

Eins og sönnum kvikmyndagerđarmanni sćmir er mynd í deiglunni.  Ber hún heitiđ: Útrás eldri borgara og er heimild um ferđ slíkra međ eigin viđskiptahugmynd til Kína.  Ferđin var farin 2007 og tekiđ skal fram ađ útrás ţessi er ekki á neinn hátt kostuđ af íslenzkum skattborgurum.  Ađstandendum myndarinnar var bođiđ á samkomu íslenzk-kínverzka menningarfélagsins fyrr í kvöld og sýnishorni úr myndinni varpađ á tjald.   Dengistar og Maóistar sátu agndofa og fylgdust međ gömlu mönnunum tjútta viđ kínverjana.    Múrinn, Maó, Macdónalds, allt í gangi og kom í ljós ađ í Kína á enginn hús lengur en í 80 ár.  Eftir ţađ er ţví skilađ og ríkiđ selur nýjum kaupanda.  Ekki svo galiđ.   Ţessi hófstillta útrás endađi svo međ snćđingi á kínverzkum veitingastađ.    Ţar, međ grjón í munni, kom upp í hugann varnađarorđ Gríms:   Á eftir grjónum getur komiđ hundur.    Ömurlegt hvađ sumir menn eyđileggja góđar stundir.

LÁ 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband