UPP, UPP MÍN KRÓNA.

Stoltenberg tekur illa í norzka krónu á Íslandi.  Leitin að gjaldmiðlinum heldur því áfram.  Krónugreyið húkir enn á aftökupallinum því henni verður vart fargað fyrr en arftaki finnst.  Dauðadómur krónunnar byggist á smæð yfirráðasvæðis hennar og því að hún sé ónothæf í ört stækkandi viðskiptaheimi.   Sá draumur er nú dauður en krónan lifir.  Kannski er þörfin fyrir nýjan gjaldmiðil ekki eins brýn og áður, valkostir þess fyrir utan hvort eð er engir.   Múgæsing skilar litlu í þessari stöðu og í stað þess að heimta aftöku krónunnar væri skynsamlegra að náða gripinn og velta henni aðeins á milli fingra.  Krónan er saklaus og getur lítt gert að þeirri misnotkun sem verið hefur í gangi.  Hún hefur gefið okkur ótrúleg tækifæri og kingsið ekki hennar sök.   Vegur krónunnar er hinsvegar lykilatriði í þeirri rússíbanaferð sem framundan er og gildir einu um löngun manna í evru eða ekki.   Því segi ég:  Upp, upp mín, króna og sjáum svo til.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Allur IMF-pakkinn er bara og aðeins kostnaður eingöngu við það að reyna koma krónunni á flot aftur. Stýrivextirnir, öll skilyrði IMF þekkt og óþekkt, 6 milljaðra dollara lán og vextir af þeim og fleira er eingöngu til að reyna bjarga krónunni og koma á gjaldeyrisviðskiptum á að nýju - þá er allt annað eftir. - Ef við hefðum haft evru væri einfaldlega ekkert af því sem IMF er að aðstoða við vandmál og því engin skilyrði þaðan eða gjaldeyrislán eða vextir af því - við gætum notað möguleika okkar og svigrúm beint í uppbygginguna - fyrir utan að þá hefðu bankarnir mögulega ekki hrunið.

Helgi Jóhann Hauksson, 1.11.2008 kl. 02:23

2 identicon

Það er mörkum að skipti máli hvort krónunni verði fargað áður en annar gjaldmiðill verður kominn í leitirnar. Krónan er gagnslaus og búinn, gleður engan framar. Það er vonlaust að hlusta á forystumenn Sjálfstæðisflokksins delera um vanda okkar. Þeir eru alltént ekki lækningin.

Sjúkdómsgreining þín er rétt að því leiti að það er ekki krónunni að kenna hvernig komið er, miklu frekar við þá að sakast sem stjórnuðu krónumálum landsins.

Svaraðu svo í símann þegar hringt er í þig, uglan yðar.

Guðmundur Sigurðsson (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 04:06

3 identicon

Sæll, Helgi, gaman að fá athugasemd frá þér, hef oftsinnis lesið þín skrif.  Þú segir allan lánapakkann vera til að bjarga krónunni.  Ég segi hann afleiðingu óstjórnar.  Til sanns vegar má færa að Ísland hefði farið betur út úr efnahagsillviðrinu með evru en þjóðin hefur í raun lítt íhugað ESB-inngöngu af alvöru fyrr en hugsanlega nú.  Evrópa eða ekki Evrópa verður oddamál komandi kosninga.

lydur arnason (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 04:28

4 identicon

Við erum sammála þannig að þessa færsla getur ekki verið þú. Varstu nokkuð að drekka Ron?

G og C - G og C (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 10:03

5 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Lýður, eins og þú veist manna best er þekking og vitneskja mikilvægari en allt annað til að taka upplýsta ákvörðun. Tilhneigingin til að verja það sem maður þekkir og hafna breytingum er vel þekkt. Til að vera fær um að taka ákvörðun um valkosti til framtíðar sem jú eðli samkvæmt er alltaf óþekkt þarf samt skynsamt fólk að leggja það á sig að kynna sér málin vel og af yfirvegðari skynsemi. Svona líkt og sjúklingur sem stendur frami fyrir því að velja milli þess að fara undir hnífinn og þurfa að treysta lækninum, hjúkrunarfólkinu, tækjunum og að rafmagnið fari ekki í miðri aðgerð - eða ákveða að takast á við meinið „sjálfur“ og treysta engum og taka enga ákvörðun sem felur í sér óvissuþætti utan hans eign líkama.

Helgi Jóhann Hauksson, 1.11.2008 kl. 12:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband