DROTTINN GAF OG DROTTINN TÓK.

Drottin gaf og Drottinn tók.  Sumir bara taka.  Sorglegt á jörðu sem á himni.  Gruggið í kringum bankanna er farið að þéttast.  Fjármálaeftirlitið milli steins og sleggju.  Gamalgrónir embættismenn fara fyrir afturvirkri rannsókn sem sérlega skal beint að innherjaviðskiptum bankanna síðustu lífsdægrin.   Óháðir, erlendir aðilar þóttu of dýrir.  Trúverðugleikinn lekur ekki beint af þessum þyrnirunna.  Tilhögunin er reyndar rökrétt framhald vinnubragða þeirra ráðamanna sem lengstum hafa ríkt.   En þó sekt eignist með þessu skálkaskjól mun sakleysi að sama skapi ekki ná fram að ganga og tilhæfulausar ávirðingar leika lausum hala.  Ég spyr:  Hversu lengi ætlar Samfylkingin að láta teyma sig samseka?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég sem hélt að þetta leikhús fáránleikans gæti ekki gengið lengra. Mér líður eins og ég hafi verið að vakna upp úr óráðsmartröð og sé að uppgötva að það var ekki martröð eftir allt.  Þarf fólkið í landinu að fara sjálft  til að hreinsa út úr bælinu? Þarf maður að gera allt sjálfur?? - eins og maðurinn sagði.

Jón Steinar Ragnarsson, 4.11.2008 kl. 02:43

2 identicon

Já, Jón Steinar, líkast þurfum við sjálf að moka út þessum haug og búast má við vaxandi mótmælum.  Hvort upp úr sjóði veit ég ekki en sannlega þörf á.

lýður árnason (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 03:48

3 identicon

Skiptir ekki máli hvirt Fjármálaeftirlitið er á milli steins og sleggju. Er getulaust til allra verka, vinir og vadamenn allt í kringum Jónas Fr, framkvæmdarstjóra. Sukkið er algjört og mjög langt frá að við séum farin að sjá nokkuð af því, mjög langt.

Það er að koma að endastöð hjá Samfylkingunni í þessum efnum, næstu fáu vikur skera þar úr, hvort flokkurinn haldi flugi eða feti götu Framsóknar.

Guðmundur Sigurðsson (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 03:52

4 identicon

Elsku vinur Samfylkingin er ekkert að láta teyma sig út í það að vera samsek.  Samfylkingin er á kafi í drullunni eins og Sjallarnir.  Nú verður að koma í ljós hvað skilanefndirnar vissu en ætluðu að moka yfir í sambandi við sukkið með hlutabréfaviðskipti  bankanna og starfsmanna þeirra.  Bankastjóri Nýja Kaupþings segir að FME hafi skilað öllu klárt og kvitt, skuldum og eignum þann 21. okt. og bankinn eigi að vinna út frá því og gefa engar skuldir eftir, eftir þann tíma.  Þannig að miðað við yfirlýsingar þá hefur greinilega átt að moka yfir drulluna í skjóli skilanefnda og FME og þar afleiðandi bankamálaráðherra en þetta kemur honum náttúrulega í opna skjöldu og er væntanlega eitt af þessu óheppilega sem hefur gerst í öllu ferlinu.

Kall spákonunnar (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 13:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband