6.11.2008 | 02:25
KASSAFÓLK.
Alþingismenn eins og afgreiðslufólk á kassa sagði ein gleymméreyin í dag. Ofmat í meira lagi og víst að starfsfólki kjörbúða er ekki skemmt. Nokkrir einstaklingar á hinu háa ná þó einhverri nálgun. Framhjáhald æðstu ráðamanna hefur viðgengist um langa hríð og hórurnar orðnar margar. Stjórnarandstaðan hefur ítrekað bent á þessa vanvirðingu en meðvirkni stjórnarþingmanna á hinn bóginn verið algjör. Óánægjan í dag er því skiljanleg. Stjórnarþingmenn sem hafa ekkert að segja, mega ekkert segja né vita hvað skal segja er auðvitað vorkunn. Ömurlegt hlutskipti að sitja allar leiktíðir á bekknum, fá aldrei að spila en taka samt skellinn með hinum. Engu að síður eiga alþingismenn ekkert með að vanvirða afgreiðslufólk með samlíkingu. Undantekning er þó afgreiðslumaðurinn eða daman sem tók á móti 10.000 þúsund króna seðli Davíðs Oddsonar. Það er ykkar samlíking, þetta hafið þið sjálf stundað umhugsunarlaust í sautján ár, gerið enn og endalaust.
LÁ
Athugasemdir
Ég móðgaðist fyrir hönd fólksins sem starfar á afgreiðslukössum verslana á Íslandi.
Arinbjörn Kúld (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 03:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.