FÓTBOLTAKVÖLD.

Drattaðist á fótboltakvöld.  Ók einn Grjóthlíðina.  Af sem áður var.  Aðmírállinn mæddur, trúbadorinn þreyttur og bæjarstjórinn hættur.  Þrátt fyrir allt kýs ég félagsskapinn fremur en einsemdina.  Á hinn bóginn hafa gæði knattspyrnunnar aukist, engin sjálfgöbb, víti-í-innkast né meiðsl.   Bæjarstjórinn hafði reyndar boðað komu en flaug þess í stað norður í land vegna súpufundar frjálslynda flokksins þar.  Annars hefur ekkert sést til lúsar í Víkinni sem af er vetri en fengnir héðan ráðgjafar vegna faraldurs í Dalabyggð.

 LÁ     


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góður. Maður fer að hætta þessum maraþonhlaupum innan um grjóthrunið, best að vera í samfloti með grjóthrunsforingjanum. Ég veit ekki enn hvað eða hvern ég er að elta, maður veit það þó þegar maður mætir í boltann að það er ekki boltinn sem maður sækist eftir, það er annað og tilfinningin er góð ef allt gengur upp, sem það gerir oftast.

Benni Sig (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 22:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband