HIMNASTIGAR.

Nú er snúabökumsamantími.  Ríkisstjórnin segir það, forsetinn segir það, biskupinn segir það og seðlabankastjóri segir það.  Hann nefndi reyndar þjóðstjórn sem kost og margt vitlausara frá honum komið.  Uppgjörið sem nú fer í hönd þarf að vera á borðum og tiltektin sömuleiðis að ná til allra horna.   Ríkisstjórnin virðist hinsvegar síðust fá allar fréttir og allt kemur á óvart.  Einleikskaflinn orðinn langur.  Óbreyttir þingmenn fylgjast með gangi mála í gegnum fjölmiðla og gildir einu hvort séu í stjórn eða andstöðu.  Eina verkið sem þeim fellur ei úr hendi er að ráða aðstoðarmenn og hefur þessi belgingur opinberra starfa blómgast mjög í tíð einkaframtaksaflanna og í skjóli þeirra hafa allir flokkar komið sér upp himnastigum sem kastað er niður til vonarpeninga.   Þetta fyrirbyggir aðkomu fólks af hliðarlínunni og festir í sessi þá tryggðapöntun sem veitir foringjunum starfsfrið.   Gagnrýni á störf, vinnubrögð, valdníðslu, vinavæðingu, óstjórn og spillingu ráðamanna hefur verið ærin en of fjarlæg.  Framapotarar himnastiganna hafa bægt þessu öllu frá og varið sín bú.    En nú er farið að vinda og  margir sem sjá hag sínum betur borgið á jörðu niðri heldur en í himnastiga.   Og þá standa foringjarnir sjálfir frammi fyrir þeim töfraöflum sem þeir ætluðu þjóðinni, framboði og eftirspurn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband