ÁBENDING.

Lögreglumaður er ekki bara lögreglumaður.  Hann er verndari hins almenna borgara og eiðssvarinn gagnvart kjörinni ráðstjórn hverju sinni.  Þar fyrir utan á hann sitt líf, sína fjölskyldu, sínar skoðanir.  Á Austurvelli í dag var staða lögreglumannsins ekki öfundsverð.  Hann gat verið sammála eða ósammála  mótmælunum en skyldan hinsvegar ekki valfrjáls.   Hún býður aðeins eitt:  Að verja alþingi og kjörna fulltrúa þess uns yfir lýkur, þ.e. standa óhaggaður.  Mótmælendur ættu að hafa þetta í huga og sýna löggæslufólki skilning, jafnvel samúð.    Minnumst þess ennfremur að fólkið í þingsölum er ekki val lögreglumannanna einna.    

LÁ    


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gylfi Þór Gíslason

Þakka þér fyrir þessa ábendingu Lýður, vel að orði komist.

Gylfi Þór Gíslason, 9.11.2008 kl. 05:36

2 Smámynd: Vilborg Auðuns

Þetta var þörf ábending.....

Vilborg Auðuns, 9.11.2008 kl. 19:09

3 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Lýður. Ég er búin að vera að tuða um þetta nokkrum sinnum á blogginu og fagna þessari fínu ábendingu frá þér. Ég segi að árás eða vanvirðing við lögreglumann í starfi er aðför að samfélagsöryggi og þar með mínu öryggi. Ég er nú ekki hlynnt lögregluríki en vil efla löggæsluna og sjá harða dóma yfir þeim sem brjóta gegn þeim. kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 9.11.2008 kl. 20:09

4 identicon

Bíddu, bíddu - lögreglumenn eru að vinna vinnuna sína og það er ekkert athugavert við það. Stilling, anda með nefingu og yfirvegun eru hugtök sem notuð eru til að setja hlekki á fólk. Íslendingar eru eins og hundar þegar kemur að mótmælum, hlýða valdaklíkunni og eru lamdir til aga með froðusnakki. Mótmæli eru nær undantekningalaust dregin niður á þetta þjóðernisplan: má ekki saurga þinghúsið og lýðræðið og blablabla. En þingið og framkvæmdavaldið getur saurgað þjóðina og stjórnarskrána á hverjum degi. Svona færsla Lýður gerir þjóðinni beinlínis vont.

Hvumsa (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 20:20

5 Smámynd: Ragna Jóhanna Magnúsdóttir

Góð ábending!!

Ragna Jóhanna Magnúsdóttir , 9.11.2008 kl. 22:18

6 identicon

Yfirvegun er frelsi byltingar.  Skrílslæti helsi sama fyrirbæris.  En sértu hvumsa,  farðu þá sjálfur og berðu löggu.  Hundurinn lét vaða í garðinum þínum í kvöld.

lýður árnason (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 04:14

7 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Hundurinn lét vaða í garðinum þínum í kvöld. Er þetta vestfirskt máltæki eða   Nú er ég hvumsa hahaha. kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 10.11.2008 kl. 11:08

8 Smámynd: Ragna Jóhanna Magnúsdóttir

Ég meinti auðvitað að þetta væri góð ábending hjá þér Lýður. Eftir á að hyggja sá ég að það hefði getað misskilist.

Þú hefur vonandi ekki sent hundinn í garðinn til mín

Ragna Jóhanna Magnúsdóttir , 10.11.2008 kl. 12:10

9 identicon

Á mínu bloggi þarf fólk ekki að vera sammála en nafnleynd er túlkuð sem skjól rökþrota manna.  Hundur sem lætur vaða í garði einhvers sýnir garðseiganda virðingu.  Þetta er oft misskilið enda fátt ömurlegra en að vera sá eða sú sem hundur lítur ekki við.

LÁ 

LÝÐUR ÁRNASON (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 03:53

10 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Já en  Er þá hundurinn þinn að virða þá sem eru á öðru máli en þú? Ég er greinilega að misskilja annaðhvort þig eða máltækið. Hjá okkur fyrir norðan myndi þetta útleggjast þannig að hundur sem "lætur vaða" er að merkja sér svæði af því enginn annar tilheyrir því. Ég á ekki hund og skil þá ekki þannig að ég læt þessari pælingu lokið. Bestu kveðjur vestur.Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 11.11.2008 kl. 17:55

11 identicon

Já, Kolbrún, hundurinn gengur erinda eigandans og sýnir að fólk geti í bróðerni leyft sér að vera ósammála.

lýður árnason (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 02:37

12 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Hahaha já þú meinar. Góður hundur og gáfaður eigandi. Ég er stundum svolítið fattlaus eins og krakkarnir segja ...kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 12.11.2008 kl. 08:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband