10.11.2008 | 04:33
TÍMABÆR HAMSKIPTI.
Í Silfrinu komu fram hagfræðingar með verjandi hugmyndir sem gætu nýst þjóðinni í komandi hrunadansi. Beindu þeir spjótum sínum á mál málanna í íslenzku samfélagi, annarsvegar fjármálahnút ísbjörgunarreikninganna og hinsvegar gjaldmiðilsbömmerinn. Tillögurnar voru mjög áhugaverðar og virði ráðamenn þær að vettugi er víst að aðrir geri það ekki. Á svona liðsmönnum þarf þjóðin á að halda. Fleiri málsmetandi menn og konur hafa komið sterk inn í umræðuna og ljóst að enginn hörgull verður á topp fólki í óumflýjanlegu uppgjöri sem hlýtur að vera á næsta leyti. Þreifingar eru í gangi um allt land og takist að virkja þann kraft er allsendis líklegt að þingheimur hafi löngu tímabær hamskipti.
LÁ
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.