VANTRAUST.

Ég lýsi yfir vantrausti á þessa ríkisstjórn fyrir að gegna hlutverki læknisins sem alltaf þarf að kryfja sjúklinga sína vegna þess að hann grípur of seint inn í.

Ég lýsi yfir vantrausti á þessa ríkisstjórn sem ætlar að taka lán á lán ofan til þess að halda á floti dauðvona gjaldmiðli.

Ég lýsi yfir vantrausti á þessa ríkisstjórn fyrir stefnuleysi, ráðleysi og dáðleysi, fyrir einræðistilburði og taka engum ráðum af vel menntuðu og meinandi  fólki. 

Ég lýsi yfir vantrausti á þessa ríkisstjórn fyrir þegjandahátt og hroka á ögurstundu.

Ég lýsi yfir vantrausti á þessa ríkisstjórn fyrir úrræðaleysi í endurreisn bankanna og sjónleysi varðandi aðkomu erlendra skuldunauta í því ferli. 

Ég lýsi yfir vantrausti á þessa ríkisstjórn fyrir að láta undir höfuð leggjast að frysta lán landsmanna uns óvissunni linnir. 

Ég lýsi yfir vantrausti á þessa ríkisstjórn fyrir áframhaldandi bruðl og sjálftöku þrátt fyrir augljóst komandi harðæri.

Ég lýsi yfir vantrausti á þessa ríkisstjórn fyrir mannorðsmissi heillrar þjóðar á erlendri grund.

Ég lýsi yfir vantrausti á þessa ríkisstjórn fyrir hlífiskjöld auðmanna sem skítinn skópu og ætla nú öðrum þrifin.

Ég lýsi yfir vantrausti á þessa ríkisstjórn fyrir að gera ekki neitt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Lýður.

Gott innlegg í umræðuna um þá úrráðalausu.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 04:37

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Heyr!

Sigurður Þórðarson, 11.11.2008 kl. 05:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband