12.11.2008 | 03:12
BÖMMER Á BÖMMER OFAN.
Þingmaður framsóknarflokksins lauk stuttum þingferli í dag. "Axlaði ábyrgð" segja sumir. Ásteitingarsteininn var innanmein sama flokks og skipti þjóðina sem slíka engu nema kærkomið aðhlátursefni í kreppunni. Skil því illa að bæta bömmer oná bömmer og hætta. Óska Bjarna velfarnaðar á nýjum vettvangi og mun sakna hans eilítið á alþingi. Öllu alvarlegri tíðindi tengjast alþjóðagjaldeyrissjóðnum og enn á ný leikur hin íslenzka valdstjórn trúð á alþjóðavettvangi. Hingað flykkjast súrir innlánseigendur landsbankans og leita samninga. Á meðan dingla málshefjendur á Spáni og Strikinu. Veð í fiskimiðunum eru verðmætustu djásn bankanna og þau verður að aðskilja frá samningaborðinu áður en lengra er haldið. Við getum vonast eftir olíu en þangað til er bjargráðið sjávarfang og í þeim efnum má engu hætta.
LÁ
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.