13.11.2008 | 02:24
DÝRKEYPTUR GLAMÚR.
Nú logar allt stafna á milli. Forseti, ráđherrar og ţingmenn spila einleiki og hljómsveitin öll á bísanum. Endurreisn hvergi sjáanleg, hvorki í orđi né verki. Lánamál í óvissu, gjaldmiđillinn ónýtur, ekkert haldbćrt fyrir fólkiđ, engin landfesta né framtíđarsýn. Nú kemur óhćfan í ljós, á hverjum degi einhver atvik, yfirsjónir, afglöp sem varpa ljósi á getuleysiđ, úrrćđaleysiđ, dáđleysiđ. Forsetinn, ráđherrar, ţingmenn mćrđu ekki ađeins útrásina heldur tóku ţátt, létu glepjast og blinduđust. Frummćlendur á málţingum, grúppíur í einkaţotum, sýningargripir á uppákomum, heiđursgestir árshátíđa, allt togađi ţetta meira en búverkin. Glamúrinn ţótti meira spennandi. Dáleidd af ţessum lífsstíl tók sitjandi ríkisstjórn viđ kefli ţeirrar fyrri og lét síđasta tćkifćriđ úr greipum ganga. Fráleitt er ađ benda á seđlabankann, fjármálaeftirlitiđ eđa krónuna. Enn síđur á fjármálakreppu alheimsins og útrásarvíkingana sjálfa. Fjöregg ţeirra reyndist fúlegg og málsmetandi fólk innanlands og utan margsinnis varađ viđ ţeirri stađreynd. Í glýjunni hunsuđu forráđamenn ţjóđarinnar allar ţessar raddir og draumurinn breyttist óáreittur í martröđ. Og ţó einhverjir fjölmiđlar framberi fylgistölur og frammistöđumöt ráđherra og flokka trúi ég trauđla ađ eftirspurn verđi eftir ţessu fólki. Ţess tími er liđinn og ţessarar ríkisstjórnar verđur aldrei minnst fyrir annađ en missisins af síđasta tćkifćrinu.
LÁ
Athugasemdir
Ţú segir allt sem segja ţarf
Hólmdís Hjartardóttir, 13.11.2008 kl. 02:30
Pretty much sums it up.
Jón Steinar Ragnarsson, 13.11.2008 kl. 02:50
Kórrétt.
Arinbjörn Kúld (IP-tala skráđ) 13.11.2008 kl. 08:06
Og allt var ţetta afleiđingin af kvótakerfinu illrćmda.
Níels A. Ársćlsson., 13.11.2008 kl. 14:13
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.