16.11.2008 | 04:59
TÓMIR VAGNAR.
Gangverk smábæja eru eins og stórborga en mun gegnsærri. M.ö.o. styttri tíma tekur að skanna pleisið. Til dæmis, eftir langar valdasetur festast boðleiðir í sessi og nánd sumra verður býsna mikil. Fyrir þá sem þessa njóta vekja nýjungar yfirleitt tortryggni og óöryggi. Þannig var með fallegasta bæjarstjóra landsins sem Bolvíkingum áskotnaðist óvænt og öfugt. Rót átti aðkomumaðurinn enga hér vestra nema afa í Súðavík. Nýr stjórnandi bæjarins vissi lítið um hinar gömlu og rótgrónu boðleiðir og byrjaði með báðar hendur uppi á borðum. Moldvörpurnar kunnu ljósinu illa enda því óvanar. Ekki lagaðist ástandið þegar kastljós fjölmiðlanna fór að beinast að bænum. Bæjarstjórinn ungi var óútreiknanlegur í tungutaki og ámálgaði helga hluti eins og þorrablót og slægingarstuðul. Uppbygging mannvirkja var líka hans sök. Í hnotskurn fylgdu honum nýjir straumar og andstæðir þeim sem gerst þekktu. Lausnin því aðeins ein: Bol´onum burt. Það tókst og friðurinn endurheimtur. Aftur skríða moldvörpurnar og hliðra málum og hamla með gamla laginu. Þó bæjarfélagið fengi milljón evrur myndi það engu raska, mottóið er: Tómir Vagnar skrölta best.
LÁ
Athugasemdir
Nietzsche sagði eitt sinn.
Sá sem er viss um dýpt hugsana sinna leitast við að vera skýr í framsetningu, sá sem vill virðast djúpur í augum annarra leitast við að vera óskýr, því almúginn álítur allt djúpt sem hann sér ekki til botns í...
Hvoru megin hryggjar liggja Sjálfstæðismenn og þeirra aftaníossar ?
en afbrýðisemi hylur þunnur farði,
sjaldan lætur öfund standa á sér.
Þetta lýsir sér í myndum mörgum,
og margir skæla illkvittnisgörgum.
Af aurum verður api margur hver.
Níels A. Ársælsson., 16.11.2008 kl. 09:13
Níels, þú veizt hvernig þetta er, einir nota þekkingu til upplýsingar, aðrir til blekkingar og taka þeir til sín sem eiga.
LÁ
lýður árnason (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 02:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.