20.11.2008 | 05:27
BREIÐFYLKING Í UPPSIGLINGU?
Sex vikur eru liðnar frá þjóðarskellinum. Blórabögglinum kastað á milli ríkisstjórnar, seðlabanka og fjármálaeftirlitsins. Andvaraleysið gagnvart útrásinni hefur verið ótrúlega útbreitt og gegnsýrt bæði stjórnmálamenn og kerfi. Uppstokkun á hvorutveggja er óumflýjanleg. Eggjakast er ágætt og ekki sýti ég þó eitt falli á Björn og annað á Össur en betur má ef duga skal. Breiðfylking fólks sem hafnar ríkjandi spillingu og sofandahætti er í uppsiglingu og nái hún markmiði sínu skipta álit Ingibjargar og Geirs, Árna og Össurar engu máli. Á þeim degi verður hægt að draga fánann að húni, ekki fyrr.
LÁ
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.