Á ÞURRUM SKÓM.

Nýleg uppáhelling þeirra lægst settu missti marks og hrjáðustu þjóðfélagsþegnarnir áfram illa settir.  Í hnotskurn vandanum frestað og öll framkvæmd óljós og hálfkæringsleg.  Í dag poppuðu skötuhjúin svo upp með bragarbót eftirlaunalaga.  Forkólfur alþýðusambandsins gaf frat í þessa viðleitni og sagði hana viðhalda gjánni á milli lagahöfunda og almennings.    Samhliða þessu deila stjórnarliðar um nauðsyn kosninga.   Sú skoðun er þó enn ríkjandi að þeir sem skítinn skópu skulu hreinsa hann upp.   Spurningin er hvort  tilburðir valdhafa séu til komnir vegna réttlætiskenndar eða eingöngu yfirskyn hornreka fólks sem vill komast úr sjálfheldunni á þurrum skóm?      Mótmæli morgundagsins munu gefa vísbendingar um afstöðu almennings og ekki kæmi á óvart þó enn fjölgi á Austurvelli. 

LÁ  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband