25.11.2008 | 03:58
BURÐARBITUNUM FÆKKAR.
Hrós til sjónvarpsins að sýna beint frá fundi kvöldsins. Mikill fjöldi og frummælendur allir góðir. Ráðherrar sem mættu fá prik fyrir það en ekki frammistöðuna. Hrokinn í sumum yfirgengilegur, skortur á kímnigáfu sameiginlegur flestum og sýnu verst formaður samfylkingar sem missti frá sér þjóðina í beinni. Iðnaðarráðherra stóð sig best og virtist afslappaður innan um atkvæðin. Hann ætti þó að búa sig undir útburð eins og hinir því burðarbitunum fækkar og megna brátt ekki að halda þessari ömurlegustu leikmynd lýðveldisins uppi.
LÁ
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.