EVRUR FYRIR AUÐLINDIR.

Sjálfstæðismenn vildu einkavæðingu, vildu stóriðju, vildu framsal veiðiheimilda, þeir vildu hátæknisjúkrahús, landvarnir, klíkustjórnmál og ógagnsæi.  Féllu með sínu.  Samfylkingin á hinn bóginn, fellur með annars manns draumi.  Þessi tiltölulega nýja breiðfylking náði hugum og hjörtum margra íslendinga og kom sterk inn í ríkisstjórn.   Vegferð þessa samstarfs er kunn og niðurstaðan hvít veifa með áletruninni ESB. Vissulega má finna heimastjórn margt til foráttu og yfirstandandi hraksmán hræðir.  Lýðveldissagan er þó lengri en svo að hægt sé að dæma allt út frá óstjórninni nú.  Og saga sjálfstæðisbaráttunnar er enn lengri.  En fullveldi er í margra hugum heilagt þó aðrir sjá þjóðarheill í ríkjabandalagi.  Þessum viðhorfum má líkja við torfkofa eða hjólageymslu í blokk.   Þú getur haldið þína gleði og argað fram á nótt í torfkofanum en verði blokkin á annað borð máluð er hjólageymslan ekki undanaskilin.  Þú getur að vísu slegið torfkofann en í blokkinni er farvegur fyrir klögumál, reglulegir húsfundir.  Í torfkofanum er enginn slíkur samráðsfundur nema þú sjálfur.  Fljúgi fugl yfir torfkofann geturðu skotið hann en í hjólageymslunni þarftu ekkert að skjóta, bara bíða opinmynnt(ur).   Blokkinn er í vernduðu umhverfi, torfkofinn á berangri.  Þú ræður hvort þú skilur skóna eftir fyrir utan eða kippir þeim inn en í blokkinni er þetta ákveðið á húsfundi.  Í byljum hugsa menn til hlýjunnar í hjólageymslunni, matarbakkans og  húsfundanna.  Á björtum sumardegi hugsa menn til torfkofans, fíflanna og frelsisins.Göngugrind evrópusambandsins, er hún málið eða önnur atlaga einkaframtaksins réttlætanleg?  Eru einhverjir vaxtarbroddar undir snjóalögunum?  Auðlindir?  Kannski olía? 

Sjálfstæðisflokkurinn hefur í gegnum árin flaggað hugsjónum og á það svo sannarlega fram yfir samstarfsflokkinn.  Mannskapurinn hinsvegar féll í þann pytt að tengja hagsmuni Íslands og flokksins órjúfa böndum.  Undirstaða óreiðunnar nú er kvótaframsalið sem sjálfstæðisflokkurinn kom á, hefur varið og sannast nú sem landráð.   Þessa arfasátu þarf flokkurinn að brenna og með henni þá firru að leggjast undir samfylkingu í evrópumálunum.   Geri hann það ásamt því að verða fyrri til að boða til kosninga á garmurinn viðreisnar von. 

LÁ 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband