26.11.2008 | 05:44
"EKKI HÆGT"
"Ekki hægt" var svar ráðherra við áheyrnarfulltrúum alþýðunnar á ríkisstjórnarfundum. Vantar stóla eða er ekki pláss í reykherberginu? Áheyrnarfulltrúarnir geta þá bara komið með sína eigin stóla eða tengst með fjarfundabúnaði. En þó ráðherra eigi kollgátuna að almennt gangi þetta ekki upp gegnir öðru máli um sitjandi ríkisstjórn. Davíð Oddsson fékk að vera til áheyrnar um daginn og minntist á þjóðstjórn. Betur ef sú tillaga hefði náð fram að ganga. Ekki bara sáttari þjóð heldur tiltektin fengið á sig traustari blæ og trúlegri. Allir þeir stjórnmálamenn sem mesta ábyrgð bera á þjóðarskellinum sitja enn, sömuleiðis forsprakkar banka og fjármálaeftirlits. Algerlega óbreytt ásýnd og að auki bankaleyndinni viðhaldið svo halda megi til haga því sem þykir. Fyrir svona ríkisstjórn eru áheyrnarfulltrúar ekki bara æskilegir heldur nauðsynlegir. Niðurlæging ráðherranna í háskólabíói markar vonandi þáttaskil í sögu bananalýðveldisins og bráðum betri tíð.
LÁ
Athugasemdir
Æji já, mikið vona ég það nú líka.
Steingrímur Helgason, 26.11.2008 kl. 21:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.