27.11.2008 | 03:27
PÚĐUR.
Púđursnjór. Loksins sýnir Klakinn sitt rétta andlit, afgerandi og ekkert hálfkák. Yfir Grímsbrú liggur mín leiđ, fylgi hundinum upp í kirkjugarđ. Ţar er lítiđ ađ hafa í frosthörkunni en í rótum Grjóthrunshlíđar spásserar gamalćr, filé vafiđ í ull. Aldurinn sést á augunum sem ranghvolfast ekki eins og í yngra fé. Andspćnis hundinum og mér stendur ćrin keik, hverfur svo inn í bylinn. Á bakaleiđinni glittir í neonljós kreppusamfélagsins. Andsvariđ, ađ elta rolluna, kemur upp í hugann en hundurinn baksast ólmur til siđmenningarinnar. Ţó komiđ sé fram á nótt bjarma skjáir í húsgluggum. Tvíburrarnir orđnir hvítir og trampólín skjögra í garđshornum. Í nótt mun velmegunin hverfa eins og bankaleynd undir hvíta ábreiđu hins andlega seims. Hundurinn skilar sínu ţó bćjarstjórinn sé kominn annađ og skiptir víst litlu í ofankomunni. Ráđhúsiđ segir sex í mínus og klukkan stopp. Hrćddur um ađ mínusinn sé vantalinn ţar sem ég leita skjóls undir vegg félagsheimilisins. Klukkan er hinsvegar rétt. Renni mér á hafnarvigtina enda hvergi léttari og skauta áfram ađ nćsta vegg. Sjávarútvegsráđherra, hvurs afi bjó hér. Sá myndi nú snúa sér í gröfinni ef hann vissi. Meiri púđursnjór. Bjánaskapur ađ arka svona lengi undan vindi. Hundurinn vissi betur og löngu kominn heim. Eftirbátur hans geng ég kreppunni í mót.
LÁ
Athugasemdir
Allt fram streymir endalaust nema klukkan í Bolungarvík....og reyndar í flestum hornum ţessa lands. Snillingarnir lengi lifi, húrra!
Breyzkur brjóstsykur (IP-tala skráđ) 27.11.2008 kl. 09:19
Takk.. heilsa og sjáumst fljótt.
Helgavalan (IP-tala skráđ) 27.11.2008 kl. 09:28
Til hamingju međ daginn um daginn elsku kallinn minn!
Verđum ađ fara ađ heyrast og sjást!
Kv. Vigdís. :)
Vćla Veinólína (IP-tala skráđ) 10.12.2008 kl. 11:13
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.