11.1.2009 | 04:55
MÓTMĘLI Į SILFURTORGI
SILFURTORGSRĘŠA, 100108.Flutt aš višstöddu góšmenni ķ noršangarra og mķnusgrįšum. Mér lķšur eins og lękni į slysstaš sem gengur innan um eintóm lķk og finnur loks lķfsmark. Loksins einhverja mešvitund. Margir hafa samt lżst žvķ sem óbęrilegu aš vakna til lķfsins į nż eftir aš hafa veriš viš daušans dyr. Fólk lżsir žessu fašmlagi eilķfšarinnar sem ljósi og friši. Kannski mį segja sem svo aš undanfarin įr, ķ góšęrinu, hafi okkur lišiš einmitt žannig, svifiš įfram ķ žęgilegu žyngdarleysi, ljósi og friši. Og nś, žegar viš loksins vöknum, er ekkert eins og įšur. Allt breytt, efnisheimurinn hruninn, stolinn, farinn og mķn vegna aš eilķfu, amen. Og afhverju segi ég žaš? Ég segi žaš vegna žess aš žessi heimur sem nś er horfinn gjaldfelldi okkur sem manneskjur. Krķtarkortiš manneskja var komiš ķ bullandi mķnus. Heil žjóš féll ķ žann fśla pytt aš meta efni umfram anda og svo gróflega aš sjįlfstęši landsins er nś teflt ķ tvķsżnu. Og fyrir žaš er ég reišur. Mig svķšur sįrt žegar menn gala eitt og gera annaš. Og um žaš eru žessir fyrrum forkólfar śtrįsarinnar sekir, śtrįsar sem ķ raun er stórkostleg innrįs ķ einkalķf žjóšar. Žessu fólki héldu engin bönd ķ metoršagirnd og gręšgi, draumar žess er nś okkar martröš. Drottinn gaf og drottinn tók, žetta fólk bara tók. Išrun žessara manna er made in Taiwan, žeir išrast ekki vegna žess aš žeim hugnašist ekki fara lengra heldur vegna žess aš žeir komust ekki lengra. Og fólkiš ķ brśnni, hvar var žaš, ég bara spyr hvar var žaš? Žaš vanrękti gjörsamlega skyldur sķnar. Fyrir žaš er ég lķka mjög reišur. Stjórnmįlamönnunum sem treyst var fyrir skśtunni reyndust ekki traustsins veršir, svo langt frį žvķ. Og sama hvaš žeir hanga į stjórnartaumunum, žeirra veršur aldrei minnst fyrir annaš. En hvaš getum viš gert? Žetta fólk stendur sem fastast og ętlar sér nś žaš žrekvirki aš żta aftur į flot. Ég held aš ég męli fyrir munn margra žegar ég segi aš žeim vęri einfaldlega betra aš koma sér nišur ķ lest og finna sér žar vinnu viš hęfi. Framundan er endurreisn Ķslands. Viš žurfum aš snśa viš töpušu tafli og vinningur śtilokašur nema rétt sé leikiš. Rįšamenn sem alltaf žurfa aš reka sig į, lęra af reynslunni og gera betur nęst duga engan veginn. Viš žurfum śrval manna og śrval kvenna, ekki tossabekk. Arfasįtan sem markaši upphaf žeirrar vegferšar sem nś er lokiš kallast frjįlst framsal fiskveišiheimilda. Ķ nafni hagręšingar hefur žessi stefna haft ķ för meš sér gķfurlega eignatilfęrslu, ógnaš tilveru sjįvarbyggša og drepiš sum, skuldsett sjįvarśtveginn og svo mjög aš sjįlfstęši landsins er ógnaš. Nżjar fréttir um veš ķslandsmiša ķ žżzkum banka eru ekki uppörvandi. Endalaust hefur į eyrum okkar duniš aš viš žessu fiskveišistjórnunarkerfi mį ekki snerta ellegar fari hagkerfiš allt fjandans til. Og enn mį ekki viš žaš koma žó allt sé fariš fjandans til. Ķ nęstu kosningum, hvenęr sem žęr verša, veršur kosiš um žetta og evrópu. Evrópa hugnast mörgum, žar sér fólk skjól og stöšugleika. Mišaš viš óstjórn undanfarinna įra er žaš skiljanlegt sjónarmiš. Hin leišin er heimastjórn, aš treysta okkur sjįlfum og aušlindum okkar sem žrįtt fyrir žjóšarskellinn eru enn til stašar. Žarna eru tvęr leišir og viš žurfum aš velja ašra. Aš mķnum dómi liggur sumum of mikiš į, lķta į evrópubandalagiš sem įkjósanlega göngugrind fyrir lamaš Ķsland. En gleymum žvķ ekki aš andstętt mörgum öšrum löndum stįtum viš af aušlindum, rķkulegum aušlindum til sjįvar og sveita. Į žeim eigum viš aš byggja vegna žess aš žetta eru gullmolar framtķšarinnar og munu fara létt meš aš fęša og klęša 300.000 žśsund manns. Evrópusambandsašild er kostur ķ stöšunni en ekki ķ forgangi. Forgangsverkefni er aš vernda heimilin ķ landinu, koma hjólum atvinnulķfsins ķ gang og sprengja af okkur klafa klķkusamfélagsins. Viš veršum aš koma mafķunni frį og megum ekki lįta blekkjast af fagurgala og samstöšugaspri valdhafa sem ekkert hafa til mįlanna aš leggja. Sżnum žessu fólki rauša spjaldiš og vķsum žvķ af velli. Ef ekki nś, žį hvenęr? Hvort nęsta rķkisstjórn verši hęgri eša vinstri er aukaatriši. Frammistašan getur varla oršiš lakari en žeirrar rķkisstjórnar sem nś situr. Ašeins eitt skiptir mįli viš val nęstu valdhafa og žaš er aš fį nżtt fólk, nżja hugsun og öll lög samfélagsins inn į žing. Žį fyrst er von til žess aš lżšręšiš virki, ekki fyrr. LĮ
Athugasemdir
Fķn ręša og svo sönn. Frįbęrt aš žiš séuš aš safnast saman fyrir vestan lķka :) Viss um aš žiš veršiš afliš sem hvetur landsbyggšina til aš ganga žennan veg.
Heiša B. Heišars, 11.1.2009 kl. 07:44
sęll félagi
Góš ręša eins og viš var aš bśast.
kv sig haf
Siguršur j hafberg (IP-tala skrįš) 11.1.2009 kl. 13:52
sęll lżšur
takk fyrir aš gerast bloggvinur minn.
žaš eru orš aš sönnu - tossabekkurinn veršur/og skal vķkja. ef ég stęši mig svona illa ķ minni vinnu vęri žessi tossaklķka bśin aš reka mig meš ęvarandi sviptingu į starfsleyfi. žaš vęri ekki deilt um įbyrgšina žį :(
kv doddż hjśkrunarkona ķ fżlu
doddż, 11.1.2009 kl. 17:38
Bęta viš athugasemd [Innskrįning]
Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.