LJÓS Í NJARÐVÍK.

Þessa þjóð sárvantar von.  Hana vantar ljós, hálmstrá til að hengja sig á.  Ríkisstjórnin byrgir þjóðinni sýn með setu sinni og frávarpi.  Almenningur gefur ráðherraskiptum engan gaum enda farinn að kenna arfasátuna sem að baki liggur.   Nýr arfi á sama stilk.  Njörður P. Njarðvík kveikir þó neista í hjarta með frábæru innleggi undanfarna daga.   Auðvitað er best að leggja niður vanmáttugt þing til margra ára, koma á fót neyðarstjórn og nauðsynlegum breytingum.   Þörfin mun þjappa fólki saman og sandurinn þegar farinn að renna.  Í dag tilkynnti forkólfur sjálfstæðismanna á Álftanesi vantrú sína og fleiri væntanlegir út úr skápnum.  Allt of margt metandi fólk hefur tapað sjálfsvirðingunni með hollustu og þegjandahætti en brátt mun þessi stífla bresta og skraninu skilað til sjávar.   Eftir munu standa frjálsir og óháðir íslendingar, albúnir í viðreisn.  Eða eins og ágæt kona orðaði það:  Nú þarf þjóðin að mynda samfylkingu, afsakið orðbragðið.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef þessum stjórnmálamönnum þætti vænna um fólkið í landinu en stólana og flokkinn sinn, myndi það hugsa nákvæmlega eins og Njörður. En því miður þá hugsar þetta fólk bara um sjálft sig og er svo fjandi íhaldssamt og fordekrað að það getur ekki hugsað sér breytingar.

Valsól (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 15:57

2 Smámynd: Alma Jenny Guðmundsdóttir

Það verður ekkert frekar hægt að skapa nýja framtíð á þeim rotnu/spilltu undirstöðum sem hafa sannað gildi sitt - Hrun íslensk efnahagslífs, hrun sjálfsmyndar þjóðar - spillt orðspor.

Tek heilshugar undir hugmyndir Njarðar P. Njarðvík.

Þá kom Lilja Mósesdóttir líka með mjög áhugaverðar tillögur.  Svona fólk þurfum við -til þess að byggja upp á nýtt.  Nýjar og heilbrigðar undirstöður - Ný og heilbrigð stjórnvöld - nýtt og heilbrigt löggjafarþing.

Þingmenn hafa haft þann sið, margur hver að búa til sérkennitölu fyrir sjálfa sig og sitt nafn í prófkjörum - en þar geta vinir og hagsmunaaðilar greitt inn á reikninga sem hafa nýjar kennitölur og eru skilgreind mannúðar- og velferðarmál og greiða því ekki skatta af styrkjum.

Í viðtali við lögfræðing um málið, segir hann þetta að sjálfsögu ólögmætt, þetta bjóði þeirri hættu heim að þeir sem styrkja viðk. þingmann í prófkjöri eigi einni greiða á móti.

Þá eru miklar efasemdir um að þeir þingmenn, ráðherrar og forseti Íslands sem slík brögð hafa í tafli, eigi ekki að þurfa að greiða skatt af ofangreindu. 

Ritstjóri Viðskiptablaðsins - Björn Ingi Hrafnsson, var einn þeirra.  Hann tekur að sér að fjalla um viðskiptalífið, fjármálalífið og stjórnvöld!!!!!

Læknisfræðilega er hann að öllum líkindum með einhvers konaar blindu. 

Alma Jenny Guðmundsdóttir, 12.1.2009 kl. 16:13

3 identicon

Björn Ingi er sama marki brenndur og fjölmargir útrásarmenn, embættismenn og stjórnmálamenn:   Eftirsjáin stafar ekki af vilja til yfirbótar heldur kemst viðkomandi ekki lengra.  Samt ná þeir áfram tangarhaldi vegna vina og klíkutengsla.   Endurreisn landsins er ekki sízt fólgin í uppsliti þessarar arfasátu.

lydur arnason (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 04:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband